Það var hressandi að fá að skoða XCeed í lok síðasta mánaðar en erfitt að bíða til dagsins í dag með að sýna lesendum hvernig hönnuðum hjá Kia tókst til. Breytingarnar á XCeed eru nefnilega mjög áhugaverðar - og græni liturinn maður!  

image

Kia sló tvær flugur í einu höggi með því að kynna „facelift“ á XCeed í Frankfurt þar sem allnokkrir bílablaðamenn voru að prófa Kia Niro í lok júnímánaðar. Við sem þar vorum fengum ágæta kynningu á hvaða breytingar hafa verið gerðar á XCeed. Svo var bara að bíða þar til formlega mætti fjalla um þennan vinsæla bíl!

image

Vinsælli en aðrir Ceed

Af þeim bílum sem tilheyra Ceed-fjölskyldunni hefur XCeed verið þeirra vinsælastur. Bíllinn er hannaður, hugsaður, smíðaður o.s.frv. í Evrópu, fyrir evrópskan markað. Einn lykilþáttur að baki vinsældum bílsins er hversu há sætisstaðan er, en nú er rétt að geta þess að ég hef ekki prófað XCeed. Hvorki þann fyrri né þennan.

image

Í Frankfurt var farið yfir helstu útlitsbreytingar og ber þar helst að nefna LED aðalljós og afturljós, stuðarar eru stærri og framstuðari er með áberandi loftinntaki. Bíllinn er allur spengilegri eða sportlegri að sjá, ef svo má að orði komast, og það sem Kia hefur kallað „Tiger Nose“ grill er til staðar eins og t.d. á EV6 og Niro.

image

XCeed verður fáanlegur sem tengitvinnbíll með 1.6 lítra bensínvél. Hann kemst um 60 km innanbæjar á rafhleðslunni eða tæpa 50 km í blönduðum akstri.

image

GT-Line útfærsla af XCeed lítur dagsins ljós og verð ég að segja að þessi finnst mér flottur! Auðvitað kemur hann í fleiri litum en þessum græna en sá græni hitti beint í mark hjá undirritaðri. Djarfur og alveg spes.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Að innan eru töluverðar breytingar eins og gera má ráð fyrir og allt uppfært í takt við tímann. Afþreyingarkerfið, átta tommu snertiskjár o.s.frv. Bíllinn er væntanlegur í september og nánari upplýsingar um verð ættu að koma þegar nær dregur hausti.

image

Myndir/Malín Brand

Myndir innan úr GT-Line: Kia Press Office

Þessu tengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is