Maríubjalla? Það má kannski segja það en þessi snotra bjalla er afrakstur tveggja ára vinnu. Þó bjallan, sem nefnist María, sé skrautleg kemst hún ekki í hálfkvisti við eigandann sem er skrautlegri en jólatré á Þorláksmessu.

image

Skjáskot/YouTube

Maður að nafni Liam Richardson á bílinn og gaf honum nafnið María, í höfuðið á ömmu gömlu. Það var nefnilega henni að þakka að æskudraumur Liams rættist en síðan Liam sá myndina um Herbie fimm ára gamall, hefur hann verið bjölluóður.

Fleira bjöllukyns: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is