Tveir nýir rafbílar sagðir á leiðinni frá Jeep

Jeep Compass og Jeep Renegade bætast í rafbílaframboð Jeep

Jeep sem í dag er undir regnhlíf Stellantis frumsýnd nýjan „rafmagnsjeppa“ á bílasýningunni í París.

image

Hér er mynd Avarvari af þessum væntanlega Jeep Compass sem yrði eingöngu rafdrifinn.

image

Og hér er mynd Avarvari af þessum væntanlegu jeppum frá Jeep saman, Rengeade vinstra megin og Compass hægra megin.

Hannaður og smíðaður í Evrópu

Hins vegar er nýja Jeep Avenger spáð góðu gengi í Evrópu. Með þeim bíl er Jeep að sýna að fyrirtækið er er á leið til hreinna rafknúinna rafmagnsbíla – og viðleitni hins þekkta bandaríska vörumerkis varð virkilega sýnileg með komu Avenger jeppans, sem var frumsýndur opinberlega á bílasýningunni í París á dögunum.

image

Avenger er tæplega 4,1 metri að lengd, þannig að hann verður „barnið“ í Jeep-línunni, fyrir neðan Renegade og Compass. Bílnum er beint að evrópskum viðskiptavinum og þó að hann verði seldur á nokkrum öðrum svæðum, þar á meðal nokkrum löndum í Norður-Afríku.

Avenger er með nýjustu útgáfuna af rafdrifinni aflrás Stellantis vegna þess að hann er hannaður til að vera eingöngu rafmagnsbíll.

Fyrri okkar markað er það hinsvegar galli að hann verðir bara framdrifinn – að minnsta kosti í byrjun.

image

Fjórhjóladrifinn Recon EV er innblásinn af Wrangler 4xe tengitvinnbílnum og er algerlega rafknúinn meðalstærðarjeppi með þaki sem hægt er að fella niður með rafmagni og hurðum sem auðvelt er að fjarlægja.

Jeep Recon

Fyrst við erum að fjalla um rafdrifna jeppa frá Jeep – þá er rétt að segja líka frá Jeep Recon.

Jeep Recon verður eingöngu framleiddur og seldur sem rafbíll, það verður engin eldsneytisknúin gerð af þessum jeppa.

Hann er sagður verða með nýtt Uconnect kerfi sem sagt er veita fullkomna leiðsögn um þekktar torfæruleiðir um allan heim.

Recon er sagður veita Bronco Sport frá Ford mikla samkeppni. Verður í boði með Selec-Terrain Management drifstillingum ásamt rafrænni stillingu öxla.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is