10 bílar með spennandi sögu og algjörlega klikkaða hönnun

Við höfum stundum birt myndir af sérstæðum bílum; sumir hafa vakið athygli fyrir sérstæða hönnun og aðrir vegna þess að þeir eiga sér sérstæða sögu. Hér eru 10 bílar sem hvort tveggja einkennir.

image

Norman Timbs Special, mynd: High Museum of Art, Atlanta

10. Norman Timbs Special 1947

Verkfræðingurinn Norman Timbs bjó til þennan bíl fyrir sig og nefndi hann Timbs Special. Bíllinn hefur engar hurðir og er búinn til úr tveimur handhömruðum álhlutum sem eru soðnir saman og festir á grind úr tré.

image

Edsel Ford Model 40 Special Speedster 1934, mynd: High Museum of Art, Atlanta

9. Edsel Ford Model 40 Special Speedster 1934

Árið 1934 óskaði Edsel Ford, forstjóri Ford Motor Company og sonur Henry Ford, eftir straumlínulögðum og sportlegum bíl sem var innblásinn af evrópskum bílum sem hann hafði séð á ferðum sínum.

image

Chrysler Thunderbolt 1941, mynd: High Museum of Art, Atlanta

8. Chrysler Thunderbolt 1941

Chrysler smíðaði Thunderbolt á mettíma fyrir bílasýninguna í New York árið 1940. Hugmyndin var að sýna fram á mikilvægi lítillar vindmótstöðu fyrir viðskiptavini vörumerkisins og undirbúa þá fyrir framtíðarhönnun Chrysler.

image

„Rafmagnseggið“ eða L'Œuf electrique eftir Paul Arzen, 1942, mynd: High Museum of Art, Atlanta

7. L'Œuf electrique eftir Paul Arzen, 1942

Þriggja hjóla rafmagnseggið var búið til af franska listamanninum, iðnhönnuðinum og verkfræðingnum Paul Arzens árið 1942 sem einstakur einkabíll til notkunar í seinni heimsstyrjöldinni í París.

image

General Motors Le Sabre XP-8 1951. Mynd: High Museum of Art, Atlanta

6. General Motors Le Sabre XP-8 1951

Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar þurfti GM tilkomumikinn bíl. Fyrstu teikningarnar af XP-8 voru gerðar árið 1946 og árið 1951 voru þær tilbúnar til að sýna Le Sabre XP-8, framúrstefnulegan „roadster“ sem var ólíkur öllu sem heimurinn hafði séð áður.

image

General Motors Firebird XP-21 1953. Mynd: High Museum of Art, Atlanta

5. General Motors Firebird XP-21 1953

Firebird XP-21 var fyrsti bandaríski bíllinn með gastúrbínuvél. GM sýndi bílinn í fyrsta skipti árið 1954 sem rannsókn á nothæfi vélargerðarinnar í venjulegum bílum í framtíðinni.

Hönnunarstjórinn Harley Earl var sótti innblástur til Douglas F4D Skyray þotu með oddhvösuðu nefi, vængi sem voru aftursveigðir, lóðréttum ugga að aftan og með kúpul yfir stjórnklefa úr plexígleri. Þrátt fyrir mikið afl náði gastúrbínan aldrei árangri í bílaiðnaðinum.

Bíllinn hafði aðeins pláss fyrir einn mann, vélin er gífurlega hávær, útblástursloftið var meira en 500 gráðu heitt og eldsneytisnotkunin var hræðilega mikil. Þrátt fyrir það er einnig til Firebird II frá 1956 og Firebird III frá 1959. Bílarnir tákna hrifningu tímabilsins á þotu- og geimöld.

image

Chrysler (Ghia) Streamline X „Gilda“ 1955. Mynd: High Museum of Art, Atlanta

4. Chrysler (Ghia) Streamline X „Gilda“ 1955

Árið 1955 gekk Chrysler í samstarf við ítalska hönnunarfyrirtækið Carrozzeria Ghia til að hanna straumlínulagaðan bíl innblásinn af skúlptúr. Ghia hönnuðurinn Giovanni Savonuzzi nefndi hana Gilda eftir persónu leikkonunnar Ritu Hayworth í samnefndri kvikmynd. Bíllinn er sterklega innblásinn af þotum og geimöldinni, og var frumsýndur í Tórínó á Ítalíu árið 1955.

image

Buick Centurion XP-301 1956. Mynd: High Museum of Art, Atlanta

3. Buick Centurion XP-301 1956

Buick Centurion XP-301 er þekktur fyrir að vera með eina af fyrstu nothæfu bakkmyndavélum heims. Með gleiðhornslinsu að aftan og 4,6" skjá á mælaborðinu var engin þörf fyrir hliðarspegla eða baksýnisspegil.

image

Cadillac Cyclone XP-74 1959. Mynd: High Museum of Art, Atlanta

2. Cadillac Cyclone XP-74 1959

Cadillac Cyclone var kynntur fyrir Daytona 500 NASCAR kappaksturinn árið 1959. Hann er með stórkostlegum uggum og afturljósum í laginu eins og eftirbrennari þotuhreyfils og ratsjár sem skannar veginn framundan og varar ökumann við hættulegum hlutum og öðrum bílum.

image

Stout Scarab 1936

1. Stout Scarab 1936

Flug- og bílabrautryðjandinn William Bushnell Stout er maðurinn sem var á bak við bílinn sem var smíðaður í innan við 10 einingum. hjá Stout Motor Car Company á þriðja áratugnum. Scarab var framtíðarsýn hans á bílahönnun, innblásin af náttúrunni.

Þessu skylt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is