Nýr 2021 Kia Sportage jepplingur verður frumsýndur í júlí

Nýr Kia Sportage lofar djörfu nýju útliti og nýtískulegu innanrými, sérstök útgáfa fyrir Evrópu áætluð

„Með nýjum Sportage vildum við ekki einfaldlega taka eitt skref fram á við, heldur fara á allt annað stig innan jeppaflokksins,“ fullyrðir Karim Habib yfirmaður hönnunar Kia.

image

Myndirnar gefa vísbendingu um framenda sem einkennist af stóru grilli - stærsta útgáfan af Kia ‘Tiger Nose’ grillinu enn sem komið er. Það mun fela í sér stór C-laga dagljós, en að aftan renna áberandi axlir niður að aftan inn í afturljósin, með LED-ljósastiku í fullri breidd sem spannar afturhlerann.

image

Kia hefur einnig kynnt nýjar innréttingar í Sportage og leitt í ljós að mælaborðið mun hafa stóran boginn skjá fyrir bæði stafrænu mælana og miðlæga upplýsingakerfið. Það er líklega sama uppsetning og notuð var í Hyundai Tucson sem nýlega var kynntur og notar tvo 10,25 tommu skjái.

Eins og með núverandi Sportage, mun næsta gerð deila miklu með nýja Tucson, þar á meðal grundvallar vélrænu skipulagi, öryggishjálparkerfum og tækni í bílnum.

MHEV tæknin verður pöruð við skynvædda handskiptingu, handskiptan gírkassa sem er með rafeindastýrðri kúplingu til að gera kleift að vera áfram í gír án álags þegar bíllinn rennur áfram.

Næsta skref upp á blendingssviðið verður hefðbundnari bensín-rafmagns samsetning. 1,6 lítra brennsluvél mun sameinast 59 hestafla rafmótor, sem samanlagt framleiðir 227 hestöfl og togið er 350 Nm.

Sama 1,6 lítra bensínvélin mun líklega vera með en með stærri rafhlöðu sem ætti að skila bilinu um bil 50 kílómetra.

Í fyrsta skipti er líklegt að Sportage bjóði upp á stillanlega fjöðrun, með möguleikanum á aðlögun dempara.

(frétt á Auto Express – teikningar frá Kia)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is