Nýr og sportlegri Ford Puma ST sýndur á undan frumsýningu í september

    • Hinn sportlegi Ford Puma ST mun verða frumsýndur þann 24. september og verður með sömu 197 hestafla 1,5 lítra vél og Fiesta ST

Ef aðdáendur Ford bregða sér í sýningarsalinn hjá Brimborg geta þeir skoðað sportlegan Ford Puma sem var valinn BÍLL ÁRSINS 2020 af WhatCar.  Dómarar sögðu Ford Puma skara fram úr í öllum þeim þáttum sem dæmt var eftir. Bíllinn væri frábær í akstri, snöggur og lipur. Kröftug vélin og mild blendingstæknin væri blanda af framúrskarandi aksturseiginleikum og sparsemi sem ekki hefur sést áður.

image

Ford Puma er vel búinn og hönnun stílhrein og notendavæn. Í stuttu máli framúrskarandi bíll hér á ferðinni! – eða svo segir á vef Brimborgar. En nú sjáum við á bílavefsíðum að Ford er að fara að frumsýna enn sportlegri útgáfu af Puma, sem þeir kalla Puma ST og verður með 197 hestafla vél.

Frumsýndur í september

Hinn nýi Ford Puma ST mun verða frumsýndur þann 24. september. Þessi fyrsti sportlegi litli crossover fyrirtækisins mun bjóða upp á úrval af atriðum sem koma úr sportaranum Fiesta ST, svo og handfylli af útlitsbreytingum og tækniuppfærslum umfram venjulega Puma.

Þessi tilkynning á vefnum er nýjasta viðbótin við vaxandi kynningar herferð Ford fyrir Puma ST. Eins og með fyrri uppfærslur fyrirtækisins býður nýtt myndband upp á sýn á hönnun nýju gerðarinnar auk þess sem það staðfestir nokkrar upplýsingar um tæknilýsingu og vél.

image

Nýr Ford Puma ST: vél og drifrás

Í fyrra kynningarmyndbandi frá Ford var allt staðfest um aflrás Puma ST. Vélin í myndbandinu hljómar eins og Fiesta ST - sem er skynsamlegt þar sem þessi crossover deilir grunni sínum með sportlega smábílnum.

Puma ST mun nota Túrbó 1,5 lítra þriggja strokka bensínvél Fiesta ST sem er með 197 hestöfl og 290Nm tog. Líkt og í Fiesta-„supermini“ verður aflið sent á framhjólin með sex gíra handskiptum gírkassa. Hins vegar mun meiri þyngd þyngd Puma þýða að bíllinn verður aðeins seinni í 100 km/klst en 6,5 sekúndunar hjá Fiesta ST.

Uppfærsla á undirvagni umfram venjulega Puma ætti að vera umfangsmikil, með endurskoðun þ.mt er lækkuð fjöðrun, stífari gormar og stærri diskbremsur að framan. Eins og með Fiesta ST, ætti einnig að bjóða upp á vélræna læsingu á mismunadrifi og spyrnustýringu sem aukabúnað ásamt ljósi í mælaborði sem minnir á gírskiptingu.

image

Nýr Ford Puma ST: hönnun og búnaður

Kynningarherferð Ford hefur einnig staðfest nokkrar upplýsingar um tæknilýsingu Puma ST. Kaupendur munu fá sett af málmgráum ST álfelgum, áberandi yfirbyggingu, stærri afturenda, handfylli af ST-merkingum og vali á litríkum litum - þar með talið græna litinn sem sást í nýjasta myndbandinu.

Það mun vera sama 12,3 tommu stafræna mælaborðið ásamt átta tommu upplýsinga- og afþreyingarkerfið og 10 hátalara Bang & OIufsen hljóðkerfi. Hins vegar, eins og Fiesta ST, munu kaupendur fá ný Recaro sportsæti og sportstýri með ST-vörumerki.

Nýr Ford Puma ST: markaður

Eins og staðan er mun Puma eiga mjög fáa keppinauta þegar bíllinn kemur í sýningarsali. Þar sem arftaki Nissan Juke Nismo RS er ólíklegur, þá eru engar sportlegar útgáfur til staðar til að keppa við.

Samt sem áður er líklegt að Puma ST muni mæta harðri samkeppni frá Hyundai; Kóreska fyrirtækið er að undirbúa öfluga útgáfu af Kona N sem gæti nýtt sér drifrásina frá hinum sportlega i20 N.

image

Brimborg hefur boðið Fiesta ST, mjög vel búinn og sportlegan með góðum árangri. Að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra hjá Brimborg verður hægt að sérpanta nýjan Ford Puma ST hjá þeim.

(byggt á frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is