Ferrari bætir krafti við Portofino

    • Fyrsti nýi bíllinn frá Ferrari síðan faraldur kórónavírus lamaði framleiðsluna

image

Til viðbótar við meiri kraft fær Portofino M sportlegri og meira afgerandi hönnun á framenda.

Ferrari frumsýndi sína fyrstu nýju gerð síðan heimsfaraldur kórónavírus lokaði tímabundið miklu af starfsemi fyrirtækisins og kynnti þar með öflugri Portofino.

image

Portofino M, sem stendur fyrir Modificata, eða „breyttur“, er búinn 612 hestafla V-8 túrbóvél, aflið aukið úr 592 hestöflum í núverandi útgáfu.

Hann er með nýjan átta gíra gírkassa í stað sjö gíra gírkassa og fimm stöðu Manettino stjórnskífu akstursstillinga sem inniheldur keppnisstillingu.

Portofino M er fyrsti opni bíllinn frá Ferrari til að fá átta gíra skiptingu. Kúplings einingin er 20 prósentum minni og togsið er 35 prósentum meira, samkvæmt bílaframleiðandanum.

Eftir met með fimm nýjum gerðum í fyrra, þar á meðal SF90 Stradale, fyrsta tvinnbíl Ferrari í fjöldaframleiðslu, er Portofino M sá sjöundi í röðinni af 15 gerðum sem lofað var í áætlun Ferrari 2018-2022.

image

Bílaframleiðandinn kynnti einnig Roma coupe í fyrra með 620 hestafla vél að framan.

Fyrirtækið hefur áður sagt að um 40 prósent af heildarsölunni gæti komið frá GT gerðum árið 2022, sem yrði aukning frá 32 prósentum.

Blendingsgerðir eða „hybrid“

Bílaframleiðandinn, sem er undir stjórn Exor, eignarhaldsfélags Agnelli fjölskyldunnar á Ítalíu, hefur sagt að 60 prósent bíla þess, sem seldir verði árið 2022, yrðu tvinnbílar.

Ekki er búist við gerð sem eingöngu notar rafmagn fyrr en eftir 2025 þar sem rafhlöðutæknin krefst meiri þróunar og Ferrari þarf að undirbúa viðskiptavini sem eru vanari háværum vélum en hljóðlátri akstri.

image

Í ágúst dró Ferrari úr vonum um hagnað á heilu ári niður í lægri kantinn eftir að ofurbílaframleiðandinn neyddist til að loka verksmiðjum í sjö vikur til að halda í útbreiðslu COVID-19.

(Automotive News / Bloomberg / Reuters – myndir frá Ferrari)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is