Engar áhyggjur. Bíllinn á myndinni má vera í vatninu og allt í stakasta lagi! Rafpallbíllinn Rivian R1T er kannski rafbíll sem gæti hentað hér á landi í slabbi og slubbi. Hann ætti í það minnsta að þola það ágætlega. Vaðdýpt er allt að 110 sentímetrar og það verður að teljast býsna gott.

Framleiðandinn hefur gefið það út að bíllinn verði seldur í Evrópu og átti að afhenda fyrstu bílana í Bretlandi núna en það gæti dregist eins og svo margt annað sem tengist bílaframleiðslu í dag.

Þessu tengt:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is