Audi kynnir fullrafmagnaðan coupe-bíl

Audi hefur nú birt myndir af fjórða bílnum í sphere-seríunni: Activesphere.

München - Audi var að kynna væntanlegan/mögulegan rafknúinn coupe-bíl fyrir vörumerkið með Activesphere hugmyndabílnum.

image

Kynningarmynd Audi fyrir Activesphere sýnir „háhjólaðan“ coupe-bíl með lágt þak, langt húdd og kantað grill. Mynd: AUDI

Þetta er fjórða gerðin í fjölskyldu rafbíla sem Audi hefur verið að kynna síðan 2021.

image

Frá vinstri til hægri: Skysphere, Grandsphere og Urbansphere.

Hugmyndabílarnir eru hannaðir til að vera færir um sjálfvirkan akstur, sagði Audi.

Rafhlöðuafl og sjálfkeyrandi tækni munu gefa tilefni til algjörlega nýrrar hönnunar, þar sem innréttingar bíla í framtíðinni bjóða upp á eiginleika sem gera farþegum kleift að nota tímann til að gera eitthvað eða bara slaka á, sagði Audi.

„Activesphere hugmyndabíllinn mun bjóða upp á hámarks breytileika fyrir virkan lífsstíl, bæði á vegum og utan vega,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu.

(frétt á vef Automotive News Europe – myndir Audi)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is