Hvern hefði órað fyrir því, þegar fyrsta The Fast and the Furious myndin var sýnd árið 2001, að DeLorean yrði í slíkri mynd? Sennilega hefðu ekki margir látið sér detta annað eins í hug! Það er samt staðreynd að í tíundu F&F myndinni, sem verið er að taka upp núna í Los Angeles, er einmitt splunkunýr DeLorean.

DeLorean Alpha5 kom á tökustað Fast X í gær en það var einmitt í gær sem undirrituð fjallaði um tökur á kvikmyndinni. Reyndar í allt öðru samhengi (hlekkur neðst). En hér í myndbandinu sést þegar komið var með rafbílinn Alpha5 á staðinn: 

Tengt efni: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is