Nýr Jeep Recon og Wagoneer S

Nýju bílarnir munu stækka rafmagnsframboð vörumerkisins árið 2025

Recon verður torfærumiðaður jepplingur frá Jeep og Wagoneer S verður háklassabíll með rafmagni.

Koma væntanlega á Evrópumarkað árið 2025

Hrein rafmagnsstefna Jeep er komin vel á veg, þar sem væntanlegur Recon-jeppi mun sitja við hlið Avenger og Wagoneer S sem nýlega var tilkynnt um. Þó að Jeep hafi ekki sagt hvort Recon eða Wagoneer S muni koma til Bretlands (en Avenger mun gera það), en stefnt er að því að koma þeim báðum til Evrópu árið 2025 – og þá væntanlega líka hingað til okkar hér á klakanum!

image
image
image
image

Recon er teflt fram sem keppinaut við bíla eins og nýja Hummer EV og Bollinger B1 og Jeep segir að þeir hafi tekið hönnunarvísbendingar frá Wrangler án þess að skammast sín fyrir það, sem gefur nýja bílnum uppréttari stöðu, rúnnaðan framenda, breið bretti og þykkan stuðara.

Líkt og Wrangler eru hurðir Recon hannaðar með það í huga að þær megi taka af og þakið er hægt að opna til að gefa farþegum aukinn skammt af náttúrunni.

image

Wagoneer S sækir fram meðal betri sportjeppa

Wagoneer S verður hins vegar staðsettur sem úrvals jepplingur, til að mæta BMW iX, Audi e-tron og Mercedes EQS jeppanum. Jeep fullyrðir að Wagoneer S muni hafa allt að 640 km drægni og yfir 592 hestöfl frá rafhlöðu sem knýr bílinn frá 0-60 mílur (96,5 km) á 3,5 sekúndum.

image

Jeep Recon aðeins með rafmagni

Jeep vill leggja áherslu á að Recon komi ekki í staðinn fyrir Wrangler, þrátt fyrir að hann sé svipaður. Til að greina Recon frá Wrangler mun Jeep bjóða Recon eingöngu með hreinu rafmagni. Eins og með allar jeppagerðir verður hann einnig fáanlegur með fjórhjóladrifi. Það er ekki orð um rafhlöðustærðina eða hvaða grunn Recon mun nota, þó hann muni sitja á sérsniðnum grunni rafbíla.

Til að hjálpa til við að gefa Recon ósvikna eiginleika utan alfaraleiða mun hann koma með Selec-Terrain togstýringarkerfi Jeep, hlífðarplötur, dráttarkróka og grófa torfæruhjólbarða sem staðalbúnað.

Ekki eru til neinar myndir innan úr væntanlegum Recon, en gera má ráð fyrir að farþegarými sem er meira í ætt við grófan og tilbúinn Wrangler en úrvalsmiðaðan Wagoneer S.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is