Vont mál og óframkvæmanlegt

Allir sammála því að lagabókstaf um lögveð í ökutækjum vegna tryggingaiðgjalda verði að breyta

Af þeim liðlega 750 fréttum sem Bílablogg hefur birt á sínum vef á síðustu mánuðum hafa fáar, ef þá nokkrar, vakið jafn mikla athygli eins og lítil frétt þar sem farið var yfir nýja gildru í bílaviðskiptum, eða nánar tiltekið að frá 1. janúar 2020 þá eiga tryggingafélögin lögveð í ökutæki ef eigandi ökutækisins skuldar tryggingaiðgjöld. Það fylgir bílnum þ.e. fellur ekki niður við eigendaskipti.

Bílablogg leitaði því til þriggja hagsmunaaðila sem málið varðar, Félags Íslenskra bifreiðaeigenda, Bílgreinasambandsins og Neytendasamtakanna. Fara svör þeirra hér á eftir.

image

Félag Íslenskra bifreiðaeigenda:

Vont mál og óframkvæmanlegt

Bílablogg hafði samband við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, vegna málsins og hann sagði meðal annars um þetta mál:

„Strax og þetta kom upp þá sendum við erindi til þeirra sem málið varðar meðal annars fjármálaráðuneytisins, samtaka fjármálafyrirtækja og tryggingafélaganna.

Aðeins hafði örlað á því að tryggingafélög hafi verið byrjuð á því að fylgja þessu eftir, en því var síðan hætt snarlega. Flest félögin hafa ekki gert neitt.

Ef komið er með bíl í skoðun kemur strax upp á skjáinn ef lögbundin gjöld eru ógreidd, en ekkert um tryggingarnar.

Í þessu tilfelli þarf lagabreytingu, og í því efni gerist ekkert fyrr en þing kemur saman á ný. Ef lagabreyting kemur ekki til, þá þarf að koma gátt sem veitir bíleigendum þessar upplýsingar.

Staðan í dag er í raun sú að flest tryggingafélögin hafa ekki gert neitt í þessu máli og Vörður gaf sem dæmi út yfirlýsingu um að þeir myndu ekki gera neitt í þessu.

„Fólk er hreinlega hrætt við að kaupa skuldir óreiðumanna, svo þetta verður að lagfæra“, segði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB að lokum.

image

Neytendasamtökin:

Vonumst til að þetta verði lagað um leið og þing kemur saman á ný

Við leituðum einnig til Neytendasamtakanna, og spurðum Breka Karlsson formann þeirra tveggja spurninga varðandi þetta mál. Fyrri spurningin ver þessi:

Þannig má leiða rökum að því að yfirfærsla ógreiddra iðgjalda brjóti í bága við lög um neytendakaup.

Þess má þó geta að lög um neytendakaup eiga einungis við þegar einstaklingur kaupir af fyrirtæki, ekki í viðskiptum milli einstaklinga. Í viðskiptum milli einstaklinga gilda lög um lausafjárkaup (50/2000).  Í 41. grein segir „Ef þriðji maður á eignarrétt, veðrétt eða annan rétt yfir söluhlut (vanheimild) gilda reglurnar um galla eftir því sem við á, nema leiða megi af samningi að kaupandi hafi átt að taka við hlutnum með þeim takmörkunum sem leiðir af rétti þriðja manns.“

image

Bílgreinasambandið:

Munum gera okkar besta til að fá þessu breytt

Bílgreinasambandið er samstarfsaðili þeirra sem koma að sölu bíla hér á landi, og því leitaði Bílablogg til Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra þess, um viðbrögð við þessu máli. Svar hennar var svohljóðandi:

Bílgreinasambandið lýsti strax óánægju

Bílgreinasambandið hefur lýst yfir óánægju með lög sem gerir neytendum ógerlegt að verja rétt sinn hvíli á ökutæki lögveð vegna vangoldinna tryggingagjalda.

Þann 1. janúar 2020 öðluðust gildi lög nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar. Taka þau á ýmsu er varðar ökutækjatryggingar en BGS hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem snýr að 12. grein laganna.

Þar segir: „Lögboðið vátryggingariðgjald ökutækis ásamt vöxtum og kostnaði hvílir sem lögveð á ökutækinu og gengur fyrir öllum öðrum skuldbinding­um sem á því hvíla í tvö ár frá gjalddaga nema gjöld­um til ríkissjóðs. Á grundvelli slíks lögveðs má krefjast nauðungar­sölu á ökutæki án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Lögveðið fellur ekki niður við eigendaskipti“.

Munum gera okkar besta til að fá þessu breytt

Ég fékk svar frá einu tryggingafélagi að það ætlar sér ekki að nýta sér þennan lið í lögunum þrátt fyrir að hann sé til staðar, segir María Jóna. „En vegna sumarfría þá var fundi með ABI frestað þar til nú í ágúst og munum við setjast niður með þeim. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera okkar besta að fá þessu breytt þar sem sér í lagi í dag er ógerlegt fyrir neytanda að fá upplýsingar um þessi mál vegna persónuverndar“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is