Torfæruhugmyndabíllinn Volkswagen ID Xtreme byggist á ID.4 GTX

Markmiðið með þessum hugmyndabíl var að sýna fram á að hægt er að breyta ökutæki sem byggir á MEB grunninum í torfærubíl.

Volkswagen hefur nýlega afhjúpað glænýjan hugmyndabíl sem byggir á ID.4 GTX, sem framleiðandinn sýndi á alþjóðlega ID. Treffen viðburðinum sem haldinn var haldinn á bökkum Lago Maggiore á Ítalíu og Sviss. Hugmyndabíllinn nefnist ID Xtreme og er tilgangurinn er að sýna fram á að hægt sé að breyta sportlegum rafdrifnum crossover sem byggður er á MEB grunninum, í alvöru torfærubíl.

image

Eða eins og Silke Bagschik, sem er yfirmaður MEB vörulínunnar hjá VW segir:

* MEB-grunnurinn hefur gríðarlega tæknilega möguleika. Fyrir marga viðskiptavini okkar eru farartæki miklu meira en bara tæki til að fara á milli staða. Með ID. XTREME, við erum að færa „rafhreyfanleika“ frá VW upp á nýtt stig.

* ID. XTREME er framleitt af áhugamönnum hjá Volkswagen fyrir ID. áhugamenn hér í Locarno. Við erum mjög fús til að komast að því hvernig aðdáendur „rafhreyfanleika“ bregðast við farartækinu. Byggt á umsögnum frá samfélaginu okkar, munum við ákveða hvernig haldið verður áfram með verkefnið.

image

Með öðrum orðum, ef bílaframleiðandinn telur viðtökur gerðarinnar jákvæðar og hann sér viðskiptamöguleika, þá hljómar það eins og það gæti skapað framleiðsluútgáfu. En hverju hefur Volkswagen breytt nákvæmlega?

image

Jú - hann hefur hækkað fjöðrun, meira afl (382 hestöfl), sérstakar torfærufelgur og dekk, sérstakan torfæruframstuðara, 50 millimetra breiðari hjólboga og ljósastöng ofan á ID.4-bílnum til að hjálpa ekki aðeins við skyggni á nóttunni heldur líka til að láta það líta meira út eins og almennilegt torfærutæki. Neðri hlið ökutækisins fær einnig fullkomna álplötuvörn til að verja 82 kWh rafhlöðupakkann fyrir hugsanlegum skemmdum í torfærum.

image

VW tókst að fá meira afl út úr þessum hugmyndabíl með því að nota afkastamikinn mótor að aftan, sem bendir til þess að þú gætir ekki útbúið þinn ID.4 GTX á sama stig með því að fínstilla hugbúnaðinn.

image
image

(frétt á vef INSIDEEVs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is