Mismunandi gæði lakks hjá sama bílaframleiðanda

Þegar umhverfisvænt (water based paint) bílalakk var að ryðja sér til rúms og fyrstu bílarnir voru fluttir inn til Íslands með því lakki þá virtist það vera frekar viðkvæmt fyrir steinkasti.

image

Auðvelt er að þykktarmæla lakk í dag.

Það var misjafnlega tekið á þessu máli hjá bílaumboðunum og bílaframleiðendunum.

image

Vélmenni lakkar nýjan bíl í bílaverksmiðju.

Það komu svokallaðir svæðisþjónustustjórar frá sumum bílaframleiðendunum og skoðuðu málið.

Meiningin er reyndar ekki að fjalla um þetta hér heldur annan punkt sem kom í ljós þegar þessir fulltrúar bílaframleiðendanna hittu bíleigendurna og forsvarsmenn bílaumboðanna.

image

Bílamálun er vandaverk og þarfnast mikillar þjálfunar.

En áður en kemur að því þá er rétt að nefna að litir eru misgóðir þ.e. litarefnin ráða styrk lakksins og litir upplitast líka mishratt. Rauður upplitast hraðast. Sennilega er hægt að finna nánari upplýsingar um þetta með leit á Netinu.

En aftur að efninu. Gæði lakksins fara eftir verði bílsins. Kaupir þú dýrustu týpu af bíl frá hvaða bílaframleiðanda sem er færðu lakk í hæsta gæðaflokki en kaupir þú ódýrstu gerðina færðu lakk í minni gæðum.

image

Gæði lakksins fara eftir verði bílsins.

Dýrustu bílarnir fá einfaldlega bestu undirvinnuna, meiri grunn og fleiri umferðir af lakki sem er jafnvel dýrara lakk.

Það er þannig með bílalakk að þú færð það sem þú borgar fyrir.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is