Ókláraðir pallbílar Ford bíða eftir íhlutum

Ford leggur þúsundum ókláraðra pallbíla á Kentucky Speedway kappakstursbrautinni sem er ónotuð

Þeir nota bílastæði gömlu NASCAR brautarinnar á meðan beðið er eftir íhlutum sem hefur seinkað í framleiðslu

Verð á fólks- og pallbílum gæti farið hægt og rólega aftur niður á jörðina, en áframhaldandi skortur á íhlutum hrjáir enn helstu bílaframleiðendur.

image

Ókláraðir pallbílar streyma inn á gríðarstór bílastæði kappakstursbrautarinnar - og þetta er ekki í fyrsta skipti, segir The Drive.

Þetta svæði var fyrst notað fyrr á þessu ári þegar birgðir fóru yfir getu Ford til að geyma þær í eigin aðstöðu.

image

Kentucky Speedway er um það bil miðja vegu milli Cincinnati, Ohio, og Louisville, Kentucky - heimilis Ford Louisville Assembly verksmiðjunnar. Verksmiðjan var smíðuð fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar uppsveifla NASCAR virtist framundan. Það var hætt að nota brautina eftir 2020 tímabilið og hefur hún ekki verið notuð fyrr en nú - og þá sem geymslurými.

(frétt á Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is