Rafdrifinn Audi A6 Avant

    • Audi mun stækka rafbílalínuna með A6 stationbíl
    • Rafknúinn stationbíll Audi er byggður á nýja PPE undirvagninum sem þróaður var með Porsche

BERLÍN - Audi mun stækka rafbílalínuna sína með rúmgóðum stationbíl, eða Avant eins og Audi kallar þessa gerð, sem byggir á PPE undirvagninum sem Audi er að þróa með Porsche.

Framleiðsluútgáfan af 5000 mm löngum bílnum mun hafa allt að 700 km drægni samkvæmt WLTP staðlinum, allt eftir drifkerfi og gerð bílsins.

image

Audi A6 Avant e-tron hugmyndabíllinn er með langt hjólhaf og slétt yfirbragð hönnunar.

Deilir undirvagni með Porsche

Bíllinn deilir Premium Platform Electric (PPE) undirvagni með A6 Sportback e-tron fólksbílnum sem Audi kynnti á síðasta ári og væntanlegum Audi Q6 og Porsche Macan rafknúnum crossoverum.

image

Audi sagði að A6 Avant e-tron gæti tekið inn næga orku á aðeins 10 mínútum á hraðhleðslustöð til að keyra um 300 km.

Lykilatriðið í framtíðarbílum Audi og Porsche PPE er rafhlöðueining á milli öxlanna, sem í tilviki A6 Avant hugmyndabílsins geymir um 100 kílóvattstundir af orku.

Með því að nota allan undirvagn ökutækisins er hægt að haga því þannig að rafhlaðan hvíli á sléttum fleti.

image

Hönnun hugmyndabílsins miðar að því að draga úr loftaflfræðilegu viðnámsþoli og ytra byrði er skilgreint frekar af 22 tommu hjólum, stuttu yfirhangi og lítið er að köntuðum brúnum.

image

A6 Avant e-tron er með álrönd meðfram hliðinni á þakinu, sem undirstrikar hönnunina enn betur.

Myndavélaspeglar neðst á A-bitanum auka framúrstefnulegt útlitið.

Ef ökutækinu er lagt fyrir framan vegg meðan bíllinn er hlaðinn geta ökumaður og farþegar stytt sér stundir við að spila tölvuleik sem varpað er á vegginn!

Í netviðtali sem Audi birti útskýrði Philipp Roemers yfirmaður hönnunardeildar fyrirtækisins að aðalhlutverkið sem fáguð hlutföll gegndu í hönnun A6 Avant e-tron miðuðust út frá löngu hjólhafi vegna risastórrar rafhlöðu.

„Auðvitað beittum við nokkrum brellum, til dæmis álrönd sem liggur meðfram toppi yfirbyggingarinnar og fer inn í afturvindskeiðina, sem lætur bílinn líta út fyrir að vera lægri en hann er í raun og veru,“ sagði hann.

image

Grill A6 Avant e-tron er að mestu lokað og bíllinn er með ofurmjó framljós.

Sérstaklega var hugað að hönnun framendans, þar á meðal lokað einfalt grillið, og sem er neðst afmarkað af djúpum loftinntökum til að kæla drifrás, rafhlöðu og bremsur.

„Úr 100 metra fjarlægð sérðu greinilega að þetta er Audi, en á sama tíma geturðu séð að hann er rafknúinn,“ sagði hann.

Gert er ráð fyrir að A6 Avant e-tron fari í sölu árið 2024.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is