Anna: „Ökuníðingurinn“ í konungsfjölskyldunni

Anna Bretaprinsessa er 72 ára gömul. Hún er ákaflega fær í öllu sem tengist hestum og hestamennsku. En eftir því sem hestöflunum fjölgar verður prinsessan hættulegri. Enda hefur hún verið svipt ökuréttindum oftar en einu sinni síðustu áratugina.  

image

Elísabet, árið 1957, ekur sínum fína Dailmler á Royal Ascot veðreiðarnar ásamt þeim Karli og Önnu.

Þær mæðgur, Elísabet og Anna, deildu áhuga á bílum, hestamennsku og kappreiðum en margir myndu kjósa að Anna héldi sig bara við hestana og léti ökutækin alfarið eiga sig.

image

Mæðgurnar Elísabet og Anna fyrir tuttugu árum eða svo.

Skemmtilegast að skipa bílstjóranum að skipta

Í Morgunblaðinu þann 8. janúar árið 1991 birtist frétt um Önnu prinsessu og var hún þar kölluð ökuníðingur.

image

Skjáskot af fyrirsögninni í Morgunblaðinu í janúar 1991.

„Fregnir herma að Anna Bretaprinsessa sé ökuníðingur og hún hafi nú verið svipt ökuréttindum í mánuð eftir að hafa verið tekin fyrir of hraðan akstur. Áður hafði hún verið dæmd til að greiða sekt, en er hún ítrekaði brot sitt var skírteinið tekið af henni.

Anna er með bíladellu og eitt af því sem henni þykir hvað skemmtilegast að gera er að skipa bílstjóra sínum að setjast í farþegasætið fram í og setjast sjálf undir stýri og þenja síðan tíkina hressilega.

Það ætti að vera hægt að aka bíl hennar sæmilega greitt. Um er að ræða Bentley af nýjustu og fullkomnustu gerð með túrbóknúna vél. Anna situr ekki undir stýri úti í umferðinni, en er nær dregur heimili hennar í Gatcombe Park, skipar hún bílstjóranum að stöðva og fer sjálf undir stýri.

image

Anna árið 2021. Mynd/Wikipedia

Síðan hefur atvikum fjölgað og sömuleiðis sektunum. Það má segja að Anna sé öflugur punktasafnari því hún hefur nokkuð oft fengið nógu marga punkta til að missa réttindin til skemmri eða lengri tíma.

Þessu náskylt:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is