Þess vegna hélt Volvo sig við EX90-nafnið

    • Skýring á því hvers vegna Volvo breytti nafnaáætlunum fyrir EX90 rafmagnsjeppann
    • Nýr forstjóri Volvo, Jim Rowan, hafði lokaorðið um að viðhalda bókstafsgerð.

Þegar það varð ljóst að Volvo myndi koma með nýja rafmagnaða útgáfu af XC90-jeppanum, upphófust miklar vangaveltu um það hvort bíllinn myndi bara nafnið „Embla” sem var heiti fyrstu konunnar í norrænni goðafræði, en sumir sögðu að „bókstafa + tölukerfið“ myndi halda áfram.

„Þessi bíll mun bera nafn, meira eins og [nýfætt] barn,“ sagði Samuelsson á kynningu á miðlægri framtíð fyrirtækisins þann 30. júní.

Í október síðastliðnum gaf Samuelsson í skyn að nafn nýja crossoversins myndi „byrja á sérhljóða“. Í sama mánuði sótti Volvo um vörumerkjavernd fyrir nafnið Embla, samkvæmt áströlsku fréttasíðunni Drive. Í norrænni goðafræði er Embla nafn fyrsta konunnar.

image

Jim Rowan, forstjóri Volvo, stendur fyrir framan tölvugerða mynd af EX90 flaggskipi rafmagnsjeppans.

Hins vegar var arftaki Samuelsson, Jim Rowan, sem tók við stjórninni í mars, mótfallinn svo mikilli breytingu á nafni XC90.

Hann valdi eitthvað nær upprunalega nafninu - EX90 - fyrir fyrstu gerð undir hans stjórn.

Þegar Rowan var beðinn um frekari innsýn í nafnavalið gerði Rowan eftirfarandi athugasemd í gegnum samskiptateymi fyrirtækisins:

image

Við verðum að bíða þar til 9. nóvember til að sjá þennan nýja EX90 – en formleg frumsýning er ráðgerð þá. En þetta er ein að þeim sem birst hafa af hugsanlegu útliti bílsins – í þessu tilfelli á vef Motortrend

„Skiljanlegra“

Garth Blumenthal, söluaðili Volvo, sagði að það væri „skiljanlegra“ fyrir neytendur að halda sig við nöfn með tölustöfum.

„Fólk er vant að sjá XC90, XC60 og svo framvegis,“ sagði Blumenthal, forstjóri Unstoppable Automotive Group, í samtali við Automotive News , sem er systurútgáfa Automotive News Europe. „Mér finnst samfellan mikilvægari en að reyna að finna upp hjólið aftur.“

Söluaðili í norðvestur Þýskalandi sagðist ekki hafa áhyggjur af nöfnum bíla: „Aðalatriðið er að bílarnir líti vel út og virki vel,“ sagði söluaðilinn, sem biður um að vera ekki nafngreindur, við Automotive New Europe.

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is