„Við kynnum átta akstursstillingar – fjórar fyrir veginn og fjórar fyrir vegleysur.“ Einhvern veginn svona útleggst kynning rafbílaframleiðandans Rivian sem í dag frumsýndi nýtt myndband. Enn eitt myndbandið þar sem rafpallbíllinn Rivian R1T virðist býsna spennandi ökutæki.  

image

Myndbandið er tekið upp í Arizona í Bandaríkjunum og þar fá ökumennirnir Billy Jang og Kristi Nishihira að gera eitt og annað skemmtilegt á þessari 835 hestafla útgáfu pallbílsins rafmagnaða.

image

Nei, þarna tók ég ekki nógu ákveðið til orða. Leyfið mér að umorða þetta ögn:

Setjið veltibúr í kvikindið og hleypið mér út! Á þessum myndi ég sko vilja mæta í næsta jepparall.

Allt virðist mögulegt á þessum merkilega og úthugsaða bíl. Rivian R1T. Vonandi hafið þið, lesendur góðir, eins gaman af meðfylgjandi myndbandi og undirrituð:

Fleira sem tengist Rivian:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is