Hvað kosta vetrardekkin?

Hjólbarðar eru hluti af rekstrarkostnaði bíleigenda. Framboðið er talsvert og verðið eftir því. Það skiptir reyndar gríðarlegu máli að aka um á dekkjum sem henta bæði bíl og árferði.

Markaðurinn samanstendur af nokkrum stórum dekkjasölum sem bjóða upp á helstu dekkjamerkin á markaðnum í dag. Þau fyrirtæki sem við skoðum hér eru: Dekkjasalan, Dekkjahöllin, Barðinn, Klettur, Hjólbarðaþjónusta N1, Max 1, Nesdekk, Gúmmívinnustofan, Sólning og Betra grip.

Ansi mikil breidd í úrvali

Reyndar sögðu þeir dekkjasalar sem við höfðum samband við að með tilkomu rafbíla hefði úrvalið aukist enda mjög mismunandi stærðir undir rafbílunum og oft stærri dekk – allt upp í 21 tommu.

Rafbílar noti dekk sem eru breiðari og þola meiri burð enda rafbílar mun þyngri vegna rafhlaðanna.

Skoðum verð á dekkjum eins og passa undir venjulegan fólksbíl t.d. Kia Ceed. 185/55/15 og reiknum með heildarverði fyrir fjögur dekk (án umfelgunar).

Mismunandi góðir hjólbarðar

Einkenni góðra hjólbarða eru að munstur veiti stutta hemlunarvegalengd, þrýsti vatninu vel frá gripfletinum og séu hljóðlátir.

image

Dekkjasalan

185-55-15 Nankang SW-8 86T - nagladekk – verð 64.000 kr.

Dekkjahöllin

185-55-15 – Winterclaw Extreme Grip – neglanleg dekk – verð 51.984 kr.

Barðinn

185/55R15 V Goodyear Ultra Grip – óneglanleg – verð 95.960 kr.

Klettur

185/55R15 V Goodyear Ultra Grip 9+ 82T – óneglanleg – verð 95.960 kr.

Hjólbarðaþjónusta N1

15 R 185/55 Leao Winter Defender Grip 86T TL – míkróskorin, negld – verð 63.960 kr.

Max 1

NOKIAN NORDMAN RS2 – vetrardekk – verð 59.960 kr.

Nesdekk

NORDEXX WinterSafe 82H – óneglanleg vetrardekk – verð 51.960 kr.

Gúmmívinnustofan

185/55R15 V Goodyear Ultra Grip 9+ 82T – óneglanleg vetrardekk – verð 95.960 kr.

Sólning

185/55R15 V Goodyear Ultra Grip 9+ 82T – óneglanleg vetrardekk – verð 95.960 kr.

Hvað er harðkornahjólbarði?

Ákveðnu magni af iðnaðardemanti er bætt í sem styrkir dekkin. Grip er einstaklega gott og endingartíminn lengri en hefðbundinna dekkja. Harðkornadekk hafa komið mjög vel út í beygju- og bremsuprófunum.

Hvað þýða upplýsingarnar?

image

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is