image

Þriðjudaginn 13. september 1977 birtist frétt í Dagblaðinu um undarlegt ökutæki: 

Upphaflega var það Skodi

„Klukkan 18.35 á laugardaginn tók lögreglan í Árbæ „ökutæki" nokkurt úr umferð. Varla var hægt að sjá hvað þetta var en lögreglan taldi þó að upphaflega mundi þetta hafa verið Skodi.

Það vantaði þó ýmislegt á Skodageyið, t.d. smáatriði eins og bretti og hús.

Á þessu höfðu þó tveir piltar þeyst á allt að 80 kílómetra hraða á klukkustund og skemmtu sér vel. Þeir voru ekki ölvaðir, bara haldnir ólæknandi bíladellu.“

image

Við þessa mynd stóð: „Stóra myndin er af bílnum góða eftir að lögreglan tók hann í sína vörzlu. En litla myndin sýnir piltana á þeysispretti. DB-myndir Sv. Þorm.“ Skjáskot/Dagblaðið

Þessu tengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is