Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – 1/4

Of margir hugmyndabílar nú á dögum eru bara útþynnt forsýning á framleiðslubílum. En ekki þessir sem við ætlum að skoða í dag - þeir voru allir allt of sérstæðir til að fara nokkru sinni í sölu

    • Allur tilgangurinn með hugmyndabílnum er að þrýsta á mörk hönnunar og tækni.
    • En stundum veit bílaframleiðandi eða hönnunarhús ekki hvenær á að hætta. Þetta eru hugmyndabílarnir sem voru svo yfirgengilegir að þeim var aldrei ætlað að komast á göturnar í neinni mynd.
    • Sumir náði því að verða goðsagnir en flestir gleymdust fljótt - sem er það besta sem gæti hafa komið fyrir þá.
    • Richard Dredge hjá Autocar vefsíðunni hefur tekið saman lista yfir 55 sérstæða hugmyndabíla. Við ætlum að skipta þessu niður í fjóra hluta og ætlum að skoða fyrst skammtinn af fjórum í dag.

Bertone BAT3/5/7 (1953)

image

Bertone bjó ekki til einn heldur þrjá aðskilda BAT-hugmyndabíla á milli 1953 og 1955. Hannaðir til að kanna möguleika loftaflfræðilegrar hönnunar, vísbendingin var í nafninu - BAT stóð fyrir „Berlinetta Aerodinamica Tecnica“.

Ghia Selene (1960)

image

Ghia hélt því fram að þetta væri bíltegundin sem við myndum öll keyra innan áratugar. Sem betur fer varð það aldrei. Hannað af Tom Tjaarda (1934-2017), á þessari mynd snýr þessi Selene með vélina að aftan en með framendann til vinstri.

Ghia Selene Seconda (1962)

image

Þrátt fyrir að vera undarlegur, þá vakti fyrsti Selene-bíllinn mikla athygli og ekki bara af því bara! Í kjölfarið var hönnuðinum Tjaarda sleppt lausum til að koma með framhald.

Bertone Carabo (1968)

image

Carabo var einn af frábæru hugmyndabílunum frá upphafi og var byggður á Alfa Romeo 33 kappakstursbílnum, sem þýddi að hann var með V8-vél í miðjunni.

Chevrolet Astro III (1969)

image

Ef þú ert að byrja með hvítt blað til að hanna bíl, þá er einfalt mál að koma hjólaskipaninni á rétt ról, en ekki bara einvhern veginn.

Bertone Stratos Zero (1970)

image

Hér er einn sem vakti athygli í bílahönnun, hér var ekki verið að skoða hagkvæmni en þessi hönnun ýtti á mörkin. Þessi hönnunarvinna leiddi til samnefnds bíls Lancia, endurgerð Andy Saunders og þátttöku í Moonwalker myndbandi Michael Jackson.

Pininfarina Modulo (1970)

image

Nánast ekkert sem var í Modulo var nothæft í framleiðslubíl, allt frá tjaldhimninum til innfelldra hjólanna. Reyndar kom hönnun Modulo með fjölda vandamála sem krefjast flókinnar verkfræði með miklum kostnaði.

Mazda EX-005 (1970)

image

EX-005, sem var sérstaklega hugsaður sem ferðabíll í þéttbýli, bauð upp á sæti fyrir fjóra, en lítil þægindi þar sem þessi sæti voru úr mótuðu plasti.

Dome Zero (1978)

image

Það væri erfitt að teikna kantaðri eða meira árásargjarnari hönnun en Lamborghini Countach, en það er það sem japanska sérsmíðafyrirtækinu Dome tókst með Zero hugmyndinni.

Ghia Action (1978)

image

Ekki er ljóst hvort tíminn rann út eða peningarnir, en Ghia tókst að hanna aðeins hálfan bíl með Action. Eftir að hafa byrjað vel á framendanum, náði fyrirtækið ekki lengra en aftur að B-bitanum, þar virðist eins og verkefnið hafi klárast.

Aston Martin Bulldog (1979)

image

Hönnuðurinn William Towns (1936-1993) útbjó ansi geðveika hugmyndabíla á sínum tíma, en þetta hlýtur að teljast ein sú vitlausasta.

Toyota CX-80 (1979)

image

CX-80 var ætlað að bjóða upp á nóg pláss fyrir fjögurra manna fjölskyldu á sama tíma og hann tók minna vegapláss en minnsta gerð Toyota, Starlet.

Bíllinn leit hins vegar út eins og hann hefði verið hannaður af ungu barni - kannski með bundið fyrir augun.

Þetta táknaði í raun ákveðið lágmark í hönnunarsögu Toyota að mati Autocar.

Við skoðum síðan næstu þrjá kafla í þessari sögu fljótlega

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is