XFC Concept kassalaga hugmyndabíll frá Mitsubishi

Kemur fyrst á markað í Suðaustur-Asíu, en væntanlega seinna á heimsvísu

Mitsubishi dró sig næstum alveg í hlé á Evrópumarkaði, tók meðal annars út vinsælasta tengitvinnbílinn sinn Mitsubishi Outlander PHEV og reyndi að fylla í skarðið með Eclipse Cross. En nýlega tilkynntu þeir að fyrirtækið stefni aftur inn á Evrópumarkað, þannig að við eigum eftir að sjá hvernig það verður.

XFC Concept er lítill bíll með „jeppaútliti“ sem Mitsubishi kallar „vel hentugan fyrir spennandi lífsstíl“. Hann verður formlega frumsýndur á bílasýningunni í Víetnam síðar í þessum mánuði og er ætlaður fyrir markaðinn í Suðaustur-Asíu, þó fyrirtækið segist vilja koma fram með bílinn á heimsvísu síðar.

image

Hönnun hugmyndabílsins er frávik hjá Mitsubishi. Kassalaga línur og einstakur ljósabúnaður er áberandi í hönnun á XFC og undrstrikað enn frekar á afturendanum.

image

Hugmyndabílar komast sjaldan óbreyttir í framleiðslu, svo Mitsubishi mun líklega breyta innréttingu XFC áður en hann fer í framleiðslu. Farþegarýmið virðist bjóða upp á blöndu af efnum og stórum gluggum. Mitsubishi segist vera með leiðandi innanrými í þessum flokki og bendir á að áhersla hafi verið lögð á að gera ökutækið eins þægilegt og hægt er á grófum vegum.

image

Flóð eru vandamál á heimasvæði XFC, svo Mitsubishi hannaði bílinn með mikla veghæð og fjórar akstursstillingar. Ökumenn geta valið á milli venjulegrar stillingar, aksturs í bleytu, möl- og leðju. Mitsubishi segist hafa þróað nýju stillinguna fyrir akstur í vatni með Suðaustur-Asíulönd í huga.

Mitsubishi mun setja XFC á markað árið 2023 og segir að rafknúið afbrigði sé á leiðinni. Þó hann sé enn á hugmyndastigi ætlar bílaframleiðandinn að jeppinn verði kjarnamódel fyrir vörumerkið á alþjóðavettvangi, ásamt bílum eins og hinum vinsæla fjölnotabíl Xpander MPV. Sem selst aðallega í Suðaustur-Asíu.

Tengt efni: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is