Mikilvægt að vera með réttan loftþrýsting í vetrardekkjunum!

Af hverju er það svona mikilvægt? Aðeins við ákjósanlegasta þrýstinginn sem framleiðandi tiltekins bíls tiltekur mun dekkið – vegna þyngdar bílsins – ná að snerta yfirborð vegarins með öllum slitfletinum, og í vetrarfærð er mikilvægt að nýta allt mynstrið til að ná sem bestu viðnámi.

Ef þrýstingurinn er of hár kemst dekkið heldur ekki í snertingu við veginn eins og það ætti að gera - dekkið rétt aðeins tyllir miðjunni á yfirborð vegarins, sem þýðir að aðeins mjó rönd af slitfletinum í miðju slitlagsins er með fulla snertingu.

Til að nýta alla möguleika tiltekins dekks er mikilvægt að það komist í snertingu við veginn með allri dekkjabreidd slitlagsins.

image

Skýringarmyndin sýnir áhrif mismunandi loftþýstings á snertingu við veginn.

image

Um að gera að nýta allan slitflötinn, sérstaklega í snjó og hálku!

Fleira dekkjatengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is