Bílunum hent í hafið!

Við Gíbraltar tíðkaðist það, fyrir ekki svo löngu, að láta bíla gossa í hafið. Ef bílar voru skildir eftir á „röngum“ stað þá gat allt eins verið að einhverjir ýttu honum fram af klettunum. Af hverju? Jú, það voru of margir bílar og ýmsum fannst góð hugmynd að fækka þeim með þessum hætti.

image

Gíbraltar. Myndir/Unsplash.com

„Fyrir ekki svo löngu“, skrifaði undirrituð og það er alveg rétt. Á mælikvarða fertugrar manneskju er stutt síðan 1980. Þá var ég nefnilega ekki fædd. En nóg um það.

image

Fréttin sem um ræðir birtist í Tímanum þann 9. júlí 1980 og þar sagði:

Margir af þessum bílum, sem fara í sjóinn, eru eldri bílar, sem íbúarnir skilja bara eftir, því að þeir geta ekki selt þá, en auðvitað verður að kaupa nýjasta módelið,“ sagði lögreglustjórinn og maður var farinn að finna til með honum, blessuðum karlinum að þurfa að horfa upp á þessa dellu!

En þá kom þetta:

Annað í svipuðum dúr (eða moll): 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is