Munum eftir þurrkublöðunum

Gott ráð að endurnýja þurrkublöðin áður en svartasta skammdegið gengur í garð

Eitt mikilvægasta öryggistækið á bílnum eru þurrkublöðin. Núna þegar veður gerast misjöfn er mjög mikilvægt að þau séu í lagi.

Það eru til margar gerðir þurrkublaða, en þeim sem þetta skrifar hefur reynst best að vera með „heil“ blöð, sérstaklega að vetrarlagi.

Eldri gerðir þurrkublaða voru úr gúmmí sem haldið var af málmboga með klemmum sem héldu utan um sjálft þurrkublaðið.

image

Eldri gerð þurrkublaða.

image

Nýrri gerð þurrkublaða sem eru úr sílíkonblöndu – engin grind aðeins blaðið sjálft.

Gott að nota vatnsfráhrindandi vörn á framrúðuna

Til viðbótar við góð þurrkublöð getur verið frábær viðbót að nota vatnsfráhrindandi varnarefni sem er borið á framrúðuna.

Það eru margvísleg slík efni á markaðnum sem hægt er að nálgast á betri bensínstöðvum í í bílavörubúðum, en öll hafa þau sama tilgang fenginni reynslu okkar að slík efni gefa allt að þriggja mánaða vörn, þannig að rúðuþurrkurnar eru nánast óþarfar í miðlungs rigningu, því droparnir renna af og skerða ekki útsýnið.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is