MG styrkir framboðið með nýjum rafdrifnum langbak

image

MG5 EV er með aksturssvið á bilinu 344 km og byrjunarverðið er sagt um 20.000 pund í Bretlandi, eða tæpar 3,5 milljónir króna, sennilega eitthvað aðeins meira hér á landi.

Við höfum fjallað um litla rafbílinn ZS EV frá MG sem BL frumsýndi hér á landi nýlega, en núna mun sá bíll brátt eignast stærri „bróður“.

Þessi annar rafhlöðudrifni bíll MG verður fyrsti rafdrifni langbakurinn í Evrópu að sögn þeirra hjá Automotive News Europe þegar afhendingar hefjast á fjórða ársfjórðungi.

Kemur í október til Bretlands, seinna til annarra landa Evrópu

MG5 EV mun koma í sýningarsali í Bretlandi í október. Áformum um restina af Evrópu verður komið á framfæri með haustinu, sagði talsmaður MG.

Árangursríkur fyrri helmingur ársins

MG var eitt af fáum vörumerkjum til að auka sölu í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Vegna eftirspurnar eftir ZS EV hækkaði salan á MG um 45 prósent í 9.152 selda bíla á tímabilinu samkvæmt upplýsingum frá JATO Dynamics.

MG seldi 316 bíla í Noregi í júní sem skilaði bílnum 2,8 prósenta markaðshlutdeild samkvæmt gögnum frá umferðarstofu þeirra Norðmanna.

image

Stækkun vörumerkisins á sviði rafmagns frá rafhlöðum hefur verið hvati til að auka sölu um alla Evrópu frá Bretlandi.

„Það hjálpar að SAIC er með mikla framleiðslugetu. Ef við biðjum um fleiri bíla, segja þeir: 'Jú, þú getur fengið þá',“ sagði hann.

MG fyrirtækið sem á langa sögu að baki í Bretlandi hefur verið í kínverskum höndum síðan 2005, þegar Nanjing Auto keypti það frá breska bílaframleiðandanum MG Rover sem var gjaldþrota. Tveimur árum síðar var Nanjing Auto keypt af SAIC. MG hefur verið valinn útflutningsmerki SAIC síðan.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is