Pallbíll sem byrjaði sem Wrangler 4Xe Rubicon

Quadratec frumsýndi sérsniðinn tveggja dyra jeppa Wrangler 'JTe' á SEMA

SEMA-sýningin í Las Vegas er þessa dagana vettvangur ýmissa nýjunga, og þar á meðal jeppinn hér að ofan.

Þessi einstaki Wrangler er kallaður „JTe“ og miðar að því að fagna 30+ ára starfsemi Quadratec.

Með því að nota Wrangler 4Xe Rubicon sem grunn, vann Quadratec með jeppabreytifyrirtæki Greg Henderson að því að búa til tveggja dyra yfirbyggingu sem gat sigrað hvaða torfæruslóða sem er.

image

Quadratec Jeep Wrangler 4xe JTe á SEMA-sýningunni.

image

Quadratec Jeep Wrangler 4xe JTe að aftan.

PHEV aflrás Wrangler 4Xe Rubicon var óbreytt, sem þýðir að JTe er með 17,3 kWh rafhlöðu ásamt 2,0 lítra turbo I-4. Heildarafl er 375 hö.

image

JTe er með sérsniðna „Quadratec“ græna málningu, J5 50 tommu LED ljósastiku, Oracle Lighting innfelld LED afturljós,  17 tommu brons Lynx TrailGunner felgur og 37 tommu Nitto Recon Grappler dekk.

image

Quadratec Jeep Wrangler JTe innrétting

Að innan hefur sérsniðnum Katzkin sætum úr 4Xe verið bætt við ásamt Quadratec gólfmottum fyrir allar veðuraðstæður. Overland Outfitters geymsluslá hefur einnig verið bætt við.

image

Quadratec mun nota JTe mikið á næstu árum sem hluta af '50-fyrir-50' „Trail Clean Up Initiative“, sem er átak ekki ósvipað hreinsunarátaki 4x4 og Slóðavina hér heima. 50 fyrir 50 er gert í samstarfi við samtökin Tread Lightly! sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og miðar að því að hreinsa slóða í hverju ríki Bandaríkjanna á næstu 2 árum.

(frétt á vef INSEDEEVs og AutoEvolution)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is