Bestu bílar ársins að mati The Times og Sunday Times

Motor Awards 2022: bestu bílar ársins í ýmsum flokkum tilkynntir

Hverjir eru bestu bílarnir á sölu í dag? Við erum að vísu ekki að tala um hér á landi, því það er óljóst með áframhaldið á vali á „bíl ársins“ hér, heldur erum við að tala um á Bretlandi. Til að fá svarið þarf kannski ekki að leita lengra þar sem við afhjúpum sigurvegara The Times og Sunday Times Motor Awards 2022, þar á meðal hinn virta Sunday Times bíl ársins.

Hættir með „rafbíl ársins“

Ein stór breyting á þessu ári var að hætta með flokkinn Rafbíll ársins, líkt og gert var hér þegar bíll ársins var valinn síðast. Þar sem margir nýir bílar eru annaðhvort hreinir rafknúnir eða bjóða upp á rafmagnsútgáfu og rafbílar eru nú þegar í nánast öllum flokkum bíla, virðist það ekki vera skynsamlegt að hafa sérstakan flokk fyrir þá árið 2022. Svo, eins og flestir bílaframleiðendur, verðlaun Motor Awards 2022 eru nú þegar tilbúin fyrir bannið við nýjum bensín- og dísilbílum árið 2030.

En þótt einn hafi fallið út, voru kynnt tvö ný verðlaun: Fyrirtækjabíll ársins og Notaður bíll ársins.

Önnur breyting fyrir árið 2022 er að taka með tvo bíla sem hafa hlotið mikla lof fyrir hvern flokk (þar sem við á), þar sem val á sigurvegara var í sumum tilfellum mjög naumt (bílablaðamennirnir áttu erfitt með að vera sammála í fleiri en einum flokki).

image

Sunday Times bíll ársins 2022: Mercedes EQE

Ef þú varst að bíða eftir réttum valkosti við Tesla Model S, þá er hann hér að mati þeirra hjá Sunday Times. Hinn rafknúni Mercedes EQE býður upp á hágæðafrágang að innan sem utan sem ökumenn eru að fara fram á, allt frá glæsilegu flötu „grillinu“ til íburðarmikilla sætanna.

image

Sunday Times Goðsögn ársins 2022: Honda Civid Type R

Lítið hér á nýjustu útfærslu Honda Civic Type R, gerð sem fékk þessi verðlaun fær nú „goðsagnakennda“ stöðu. Þessi algjörlega nýja útgáfa er ekki væntanleg fyrr en snemma á næsta ári en eftir mikið betl af hálfu þeirra hjá Sunday Times var hún gerð aðgengileg fyrir ljósmyndatöku - Honda mun ekki hleypa þeim nálægt ökumannssætinu fyrr en eftir opinbera kynningu.

Hann er líka með flottara útlit en gerðin sem er að hætt, svo þetta byrjar vel.

image

Best hannaði bíll ársins: Volkswagen ID Buzz

VW ID Buzz varð samstundis klassísk hönnun. Hann er farsællega á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar og endurheimtir tvítóna flotta upprunalega útlit gamla „rúgbraðsins“ - VW Type 2 á sama tíma og hann fellur inn í nútíma útlitsáherslur og einkenni sem gefa vísbendingu um framsýna rafknúna aflrásina.

    • Nýr Renault 5
    • Genesis GV60

image

Dacia Jogger: Sunday Times besta verðgildi ársins 2022

Dacia Jogger var auðveldur sigurvegari í þessum flokki, meðal annars vegna þess að það er einfaldlega ekki annar sjö sæta bíll í boði fyrir svipaða upphæð.

    • MG ZS EV
    • Suzuki S-Cross

image

Sunday Times fjölskyldubíll ársins 2022: Kia Sportage

Fjölskyldubílar eru til í mörgum stærðum og gerðum, allt frá hefðbundnum fólksbílum til stationbíla, sportjeppa og fjölnotabíla (MPV), en það sem dómarar Sunday Times voru að leita að var farartæki sem einkennir þægindi, hagræði, hagkvæmni og sveigjanleika betur en nokkur annar - þetta varð að vera alvöru „fjölvirkur bíll“.

    • Kia Niro
    • Mercedes-Benz EQB

image

Ævintýrabíll ársins: Land Rover Defender 130

Við höfum séð þriggja dyra Defender 90, fimm dyra 110 og Hard Top vinnubílinn. Nú kemur sá stóri: Land Rover Defender 130.

    • Morgan CX-T
    • Jeep Compass

image

Borgar- / smábíll ársins: Toyota Aygo X

Borgarbílar sanna að stór þýðir ekki betra, með fyrirferðarlítil hlutföll, glæsilegan meðfærileika og skilvirkar aflrásir.

    • Fiat 500e
    • Skoda Fabia

image

Lítill jeppi / Crossover ársins: Kia Niro

Það er erfitt að skera sig úr hópnum í vinsælasta bílaflokknum í Bretlandi en Niro hefur náð miklum árangri með samsetningu ánægjulegra aksturseiginleika, framúrskarandi smíðagæða og fjölda rafknúinna aflrásarvalkosta, sem hefur hjálpað til við að halda rekstrarkostnaði lágum.

    • Toyota Yaris Cross
    • Genesis GV60

image

Stór jeppi ársins: Range Rover

Range Rover er meira en 50 ára gamall og nýja útgáfan, sem kom á markað á þessu ári, er fimmta kynslóð hans. Upprunalega hlutverk hans var að vera hinn fullkomni lúxus torfærubíll og með hverri nýrri gerð hefur hann orðið enn meiri lúxus, hátæknilegri og eftirsóknarverðari.

    • BMW iX
    • Land Rover Defender

image

Framleiðandi ársins: Kia

Framleiðandi ársins að mati Sunday Times hlýtur að vera sá sem hefur ekki bara séð árangursríkt ár hvað varðar sölu heldur einnig framleitt fjölda nýrra og nýstárlegra farartækja sem hjálpa til við að breyta skynjun á vörumerkinu.

    • Hyundai
    • Vauxhall

image

Sprækur hlaðbakur ársins: Audi RS3

Sprækur hlaðbakur eða „Hot hatch“ er ein fjölhæfasta tegund bíls á markaðnum, jafn duglegur að ná tökum á skólaakstrinum og erfiðustu beygjunni („Copse-horninu“) á Silverstone-brautinni. Þeir þurfa að vera fljótir, kvikir og já, dálítið seigir þegar þú vilt að þeir séu það, en líka færir um að fara um bílastæðahúsið á mörgum hæðum með fullt af innkaupapokum.

    • Hyundai i20N
    • Ford Fiesta ST

image

Draumabíll ársins: Ferrari 296 GTB

Þessi flokkur nær yfir þær mest spennandi gerðir sem kaupendur eiga mögueika á að kaupa - hágæða, handsmíðaða bíla sem meirihluti kaupenda getur aðeins látið sig dreyma um að eiga ... nema sem veggspjald á svefnherbergisvegginn.

    • Nýr Lamborghini Countach
    • Lamborghini Huracan Tecnica

image

Sportbíll ársins: Lotus Emira

Þú gætir haldið að niðurskurður, heimsfaraldurinn og nú lífskostnaðarkreppan myndi þýða að sportbílar myndu láta í lægra haldi fyrir hagnýtari gerðum, en dómararnir höfðu samt fullt af bílum til að skoða í þessum flokki.

    • Porsche 718 GT4 RS
    • Toyota GR86

image

Hundavænn bíll ársins: Mini Clubman

Mini Clubman, sem núna er í vali hjá Sunday Times Motor Awards, hefur verið krýndur „hundavæni bíll ársins“ annað árið í röð.

    • Jeppi Wrangler
    • Vauxhall Astra ST

image

Bíll ársins að vali lesenda: Kia Sportage

Við bjuggum til styttri útgáfu af lista og lesendur kusu í tugþúsundum til að velja uppáhalds bílinn sinn af sex bíla listanum okkar.

    • Dacia Jogger
    • Vauxhall Astra
    • Tesla Model Y
    • VW ID Buzz
    • Lotus Emira

image

Sunday Times Fyrirtækjabíll ársins 2022: BMW i4

Þessi nýju verðlaun fyrir árið 2022 viðurkenna þá staðreynd að fyrirtækisbílar eru næstum 50% af heildarmarkaðnum.

    • Genesis GV60
    • Vauxhall Astra PHEV

image

Notaður bíll ársins: Skoda Octavia

Sala notaðra bíla á Bretlandi jókst um 11,5% árið 2021 þar sem skorturinn á tölvukubbum og hálfleiðurum hélt áfram og bílaframleiðendur áttu í erfiðleikum með að búa til nýju bílana. Þrátt fyrir smá samdrátt á öðrum ársfjórðungi eru notaðir bílar enn gríðarlega mikilvægir þar sem framfærslukostnaður hefur hækkað og kaupendur leita að endingargóðum notuðum bílum.

    • Ford Fiesta
    • Toyota Corolla Hybrid

(grein á vef Sunday Times Driving)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is