Hvernig slökkva eldsneytisdælur á sér?

Youtube myndbandið sem fylgir þessari grein útskýrir eina af mikilvægustu spurningunum sem margir hafa eflaust velt fyrir sér einhverju sinni - hvernig veit eldsneytisdæla að hún á að stöðvast þegar tankurinn þinn er fullur?

image

Þegar þú ert að dæla eldsneyti á bílinn þinn hefurðu líklega velt því fyrir þér hvernig eldsneytisdæla á bensínstöð slekkur á sér þegar þú hefur fyllt tankinn á bílnum þínum af eldsneyti. Jæja, þetta myndband sem Steve Mold hlóð upp á YouTube sýnir hvernig kerfið virkar og það er meira upplýsandi en við höfðum búist við.

(Videó sem sýnir virkni eldsneytisdælu)

Rétt eins og Steve, gerðum við ráð fyrir að dælan hefði líklega notað einhvers konar „rafskynjara“ til að greina hvenær eldsneytið náði oddinum á dælustútnum eða eitthvað slíkt, en í raun eru nokkrir áhugaverðir þættir tengdir því að láta sjálfstoppandi dæluna virka.

Einn af helstu eiginleikum dælunnar sem þú hefðir kannski ekki tekið eftir áður er lítið gat sem kallast „þrengslaskynjari“.

Þó að það hljómi ansi mikið eins og hátækniheiti fyrir einhvern rafmagnsíhlut, þá er það í raun algjörlega, vökva-vélrænt stýrður skynjari, sem virkar með því að nýta „þrengsla-áhrifin“.

image

Steve Mould sýnir í vídeóinu hvernig þrengsla-áhrifin virka, með hjálp nokkurra „þrengsla-röra“. Þetta sýnir hvernig loft sem fer í gegnum rör sem þrengist í miðjunni upplifir þrýstingslækkun sem sogar vökva upp í sig – þetta er líka svipað því hvernig blöndungur í vél blandar lofti við eldsneyti á leið sinni inn í brunahólf vélarinnar.

Til að fá fulla útskýringu á því hvernig dælan slekkur á sér þegar bensínið nær endanum á stútnum skaltu skoða myndbandið.

(grein á vef CarThrottle)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is