Nýr Hyundai Santa Fe frumsýndur í dag

Nú eru liðin rúm 20 ár frá því að fyrsti Santa Fe jepplingurinn kom, sá og sigraði. Það er ekki ofsögum sagt að að Hyundai Santa Fe hafi verið í hópi frumkvöðla á jepplingamarkaði þegar hann leit fyrst dagsins ljós í byrjun nýrrar aldar.

image

Hyundai á Íslandi frumsýndi í dag fjórðu kynslóðarbíl Santa Fe í Kauptúni í Garðabæ.

image

Við kíktum á gripinn og satt best að segja vorum við yfir okkur hrifin. Það er tilhlökkun hjá okkur að fá bráðlega að reynsluaka þessum nýja jepplingi frá Hyundai.

Eins og sjá má á myndum frá frumsýningunni var margt um  mannninn og vöktu sýningargripirnir óskipta athygli viðstaddra.

image

Nýr Hyundai Santa Fe er boðinn með tveimur öflugum dísel vélum en ásamt þeim verður bíllinn í boði með 2,4 lítra bensínvél.

image

2,4 lítra Theta II-bensínvélin skilar 185 hö. (136 kW), 238 Nm togi og fæst með 6 þrepa sjálfskiptingu og fjórhjóladrifi.

Venjulega R2.0-dísilvélin er til í tveimur aflútfærslum: 150 hö. (110 kW) og 185 hö. (136 kW) og 400 Nm tog. Hægt er að fá vélina með sex gíra beinskiptingu bæði með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi eða nýju átta þrepa sjálfskiptingunni með fjórhjóladrifi.

image

2,2 lítra CRDi-vélin skilar 200 hö. (147 kW), 440 Nm togi og er fáanleg með 6 gíra beinskiptingu eða nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni og hægt er að velja á milli framhjóladrifs og fjórhjóladrifs.

Verðið er frá 8.690 þús. og upp í 10.690 þús.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is