Engir rafbílar í úrslitum um skynsamleg kaup ársins í Evrópu

Evrópska AutoBest dómnefndin, sem velur bestu nýja bílakaup ársins í flokki skynsamlegra bílakaupa, er ekki með neina rafbíla í úrslitahópnum

Munurinn á hraða rafbílaþróunar í Norður- og Suður-Evrópu má sjá þegar bornir eru saman lokalistar fyrir val á danska bíl ársins og evrópsku AutoBest dómnefndinni. Mikkel Thomsager hjá BilMagasinet í Danmörku útskýrir þetta nánar:

    • Dacia Jogger
    • Honda Civic
    • Opel Astra
    • Peugeot 308
    • Renault Austral
    • Toyota Aygo X

Dómnefndarmenn alls staðar að úr Evrópu

Upphafspunktur AutoBest verðlaunanna eru bestu bílakaup Evrópu. Það inniheldur upphæðartakmark upp á 25.000 evrur eða u.þ.b. 3,7 milljónir íslenskra króna.

En rafbílar njóta ekki sömu athygli í Suður-Evrópu og í Skandinavíu.

Þvert á móti er litið á innviðina sem takmörkun á þróun og sölu rafbíla og þar sem AutoBest er með dómnefnd frá 32 löndum í Evrópu og þar af á Suður-Evrópa nokkra fulltrúa.

Það þýðir þó ekki að raftækni hafi enga þýðingu fyrir verðlaunin.

Það að bæði Opel Astra og Peugeot 308 koma í rafknúnum útfærslum getur því spilað inn í og þess vegna verða þessir tveir að teljast í uppáhaldi.

image

Dacia Jogger: Rúmgóður fyrir lítinn pening

Ef þú vilt flytja marga í fólksbíl fyrir lítinn pening er Dacia Jogger óviðjafnanlegur. Á byrjunarverði upp á 200.000 danskar krónur (rétt tæpar 4 milljónir ISK) fyrir útgáfu með plássi fyrir sjö manns býður hann í raun upp á mikið pláss fyrir peningana.

En það er líka það mikilvægasta við bílinn.

Tæknilega skortir hann mikið af því sem annars er að finna sem staðalbúnað í enn ódýrari, smærri bílum. Þetta á sérstaklega við um það sem kallað er virkur öryggisbúnaður, þ.e.a.s búnað sem getur komið í veg fyrir slys, og Jogger er ekki mikil akstursupplifun.

image

Honda Civic: Akstursánægja í fyrirrúmi

Nýr Civic hefur verið þróaður upp á nýtt frá grunni. Hann hefur stækkað miðað við forvera sinn og hönnunin er orðin mildari.

image

Opel Astra: Fjölhæfur með mörgum valkostum

Nýr Opel Astra er fyrsti Astra-bíllinn sem framleiddur er með tækni frá Peugeot/Citroën-samsteypunni, sem nú á Opel. Astra deilir því grunntækni með nýjum Peugeot 308, sem er einnig í AutoBest topp 6 fyrir 2023.

image

Peugeot 308: Glæsileiki og stíll fyrir daglegt líf

Líkt og Opel Astra, sem Peugeot 308 deilir grunntækni með, er hann meðalbíll í Golf flokki. Hann er frábrugðinn þýska bílnum með því að vera glæsilegri bæði í hönnun og innanrými farþegarýmisins.

image

Renault Austral: Crossover með fínni tækni

Þrátt fyrir nýja nafnið kemur Renault Austral í raun í stað Renault Kadjar og eins og forveri hans er Austral byggður á sömu tækni og núverandi Nissan Qashqai. Þetta á hins vegar ekki við um nýju tvinnvélina, sem er eigin vél Renault, og hún er allt öðruvísi en nýja tvinnvél Nissan, sem að vísu kemur ekki til Danmerkur í Qashqai.

Hins vegar er Austral aðeins stærri en Kadjar og Renault hefur einnig reynt að hækka gæðastig nýja bílsins.

Það finnst í farþegarýminu, sem finnst einkar meira en í þeirri gerð sem er hætt.

image

Toyota Aygo X: jepplingur í minni útgáfu

Örbílarnir eru á leiðinni út vegna þess að þeir passa ekki inn í upptalningu orkuflokka sem evrópska kerfið notar.

image

Hvað er AutoBest?

AutoBest er upphaflega austur-evrópsk hliðstæða hins þekktara vali á Bíls ársins í Evrópu, en undanfarin ár hefur dómnefndin stækkað með bílablaðamönnum alls staðar að úr Evrópu þannig að í dag eiga 32 Evrópuþjóðir fulltrúa. Fulltrúi Danmerkur er Mikkel Thomsager, aðalritstjóri Bil Magasinet.

AutoBest er í rauninni ekkert frábrugðið val á „bíl ársins" nema að það einblínir á hversdagsbíla.

Verðtakmark á tilnefndum bílum er því 25.000 evrur (185.000 DKK) fyrir grunnbíl án virðisaukaskatts og skatta, sem þarf að fást á þessu verði í að minnsta kosti fimm Evrópulöndum.

AutoBest verðlaunar „Best Buy Car of Europe“ eða „bestu bílakaupin í Evrópu“ ár hvert í desember, í kjölfar lokaviðburðar með fimm til sjö völdum bílum í úrslitum sem fram fer í nóvember.

Auk þess fagnar AutoBest afrekum og persónuleika greinarinnar með verðlaununum ManBest, CompanyBest, ECOBest, DesignBest, TechnoBest, SaftyBest, SmartBest og SportBest, sem eru opinberuð í nokkrum lotum.

(grein á BilMagasinet og vefsíðu AutoBest)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is