Sigfús Bjarnason og upphaf Heklu

Hekla 90 ára á næsta ári og 70 ára afmæli umboðs Volkswagen á Íslandi eftir nokkra daga

Á dögunum birtust myndir af því þegar byrjað var að rífa elstu húsin á „Heklureitnum“ við Laugaveginn, og senn fer áratugasögu fyrirtækisins að ljúka á þessum stað og Hekla mun flytja á nýjan stað í Garðabænum.

Við höfum áður fjallað um nokkra af áhrifamönnum í bílgreininni í upphafi bílaldar, en núna er röðin komin að upphafi Heklu og eins að stofnandanum, Sigfúsi Bjarnasyni, og stiklað á stóru um upphafið.

Sigfús Bergmann Bjarnason kom úr fátæklegu umhverfi í Núpsdalstungu þar sem hann fæddist 4. maí 1913.

Hekla stofnuð 1933

Þeir Sigfús og Magnús stofnuðu heildverslunina Heklu árið 1933 og fyrstu viðskiptin voru innflutningur á ávöxtum frá Spáni.

P.Stefánsson kemur til sögunnar

Árið 1952 verður Sigfús framkvæmdastjóri og aðaleigandi P. Stefánsson h.f. og stefnir með því inn í verslun með bíla og tengd viðskipti.

Land Rover kemur til Íslands

Strax árið 1951, þegar Land Rover-jeppinn sló í gegn í Evrópu hóf Heildverslunin Hekla innflutning á honum. Síðan þá hafa verið fluttir inn mörg þúsund Land Rover bílar og nokkrir þeirra eru enn í fullu fjöri.

image

Sigfús Bjarnason, stofnandi og eigandi heildverslunarinnar Heklu er hér við fyrsta Land-Rover bílinn sem fluttur var inn til landsins árið 1951.

Á þessum tíma þurfti leyfi til innflutnings og kaupa á bílum og í frétt í Morgunblaðinu laugardaginn 26. maí 1951 segir:

image

Þegar fyrstu Land Rover bílarnir komu til Íslands - Hér má sjá talið frá vinstri: Árni Gestsson aðstoðarframkvæmdastjóri Heklu og Sigfús Bjarnason forstjóri, næst koma tveir þáverandi framámenn í bændasamtökunum á þessum tíma, þeir Einar Ólafsson í Lækjarhvammi í Reykjavík og Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi í Norðurárdal. Myndin kom frá Finnboga Eyjólfssyni í Heklu og birtist í bók Sigurðar Hreiðars, Saga bílsins á Íslandi 1904-2004.

Sérstaklega átti Land Roverinn fylgi að fagna til sveita og þar notaður til margs konar flutninga. Sem dæmi um slíkt var að sumir bændur kölluðu bílana eftir því hve mörgum kindum var hægt að skjóta í geymslurýmið að aftan.

Hekla byrjar innflutning á Volkswagen

Í kjölfar loka heimstyrjaldarinnar komst mikið rót á bílainnflutning hér á landi, sumar tegundir hurfu og nýjar komu í staðinn.

Vegna annarra viðskiptasambanda við Þýskaland fylgdust þeir Sigfús Bjarnason forstjóri Heklu og Árni Gestsson aðstoðarframkvæmdastjóri vel með því sem Volkswagen var að gera, og í framhaldinu mun Árni hafa haft samband við VW og sóttist eftir því að fá umboðið fyrir Ísland.

Þetta bar árangur og í desember 1952 var undirritaður umboðssamningur milli Heklu og VW. Eftir nokkra daga er því 70 ára „afmæli“ umboðs VW á Íslandi, en kaupendur fengu fyrstu bílana afhenta árið eftir.

image

Á upphafsárum Volkswagen mátti oft sjá langar raðir af „bjöllunni“ fyrir utan Heklu á Laugaveginum. Mynd í eigu Finnboga Eyjólfssonar og sem birtist í bók Sigurðar Hreiðars, Saga bílsins á Íslandi 1904-2004.

Það væri hægt að segja margar sögur frá þessum upphafsárum Volkswagen á Íslandi, því ég átti þess kost að vinna um tíma með Finnboga Eyjólfssyni, sem hóf ferilinn sinn sem bifvélavirki hjá Sigfúsi og var síðar verkstæðisformaður og síðar blaðafulltrúi Heklu, en hann sagði margar góðar sögur frá þessum árum.

Sigfús Bjarnason féll frá á besta aldri, aðeins 54 ára gamall, árið 1967, en synir hans, Ingimundur, Sverrir og Sigfús yngri tóku við keflinu og ráku fyrirtækið af miklum myndarskap í fjölda ára.

Ingimundur hvarf til annara verka, varð meðal annars sendiherra, en Sverrir og Sigfús héldu áfram uns þeir seldu fyrirtækið árið 2002.

Minnisstæður maður

Sigfús Bjarnason var maður sem allir tóku eftir hvar sem hann fór. Ég man vel eftir Sigfúsi Bjarnasyni, og hitti hann alloft þegar ég var strákur. Móðurafi minn, Árni G. Eylands var í góðu vinfengi við Sigfús og ekki síður Árna Getsson aðstoðarframkvæmdastjóra Heklu, vegna innflutnings á tækjum til landbúnaðar frá Noregi.

„Þeir fiska sem róa“

Sigfús Bjarnason vissi alla tíð vel að það þurfti að vinna vel til að ná árangri, og var orðatiltækið „þeir fiska sem róa“ hugleikið, svo mjög að þegar ég starfaði hjá fyrirtækinu um síðustu aldamót mátti sjá útskornar fjalir með þessu orðatiltæki uppi á vegg.

(heimildir minningargreinar um Sigfús Bjarnason, fréttir í blöðum og fleira)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is