Nýr 2023 Audi Q6 e-tron á leiðinni

Audi er að vinna að glænýjum rafdrifnum sportjeppa ásamt coupé-útgáfu og þeir eru þessa dagana í kuldaprófunum

Nýr Audi Q6 e-tron er á leiðinni og það er bílavefur Auto Express sem sýndi nýjustu njósnamyndir sem gefa undir fótinn með það að full afhjúpun gæti verið yfirvofandi.

Nýi alrafknúni sportjeppinn mun koma bæði í coupe og venjuleguri „jeppagerð“ og í sportlegum RS útfærslum þegar hann kemur á markað árið 2023.

Nýjustu njósnamyndir Auto Express sýna aðeins minna dulbúna útgáfu af Q6 e-tron og Q6 e-tron Sportback, sem sýna nokkrar nýjar hönnunartilvísanir. Báðar gerðirnar hafa sama magn af felulitum og þeir hafa sést saman við prófanir margoft, sem bendir til þess að þeir verði frumsýndir á sama tíma.

Þetta þýðir að Q6 gerðin verður keppinautur Tesla Model Y, BMW iX3 og Nissan Ariya.

Nýjustu myndirnar sýna frumgerð sem enn er með miklum felulitum, en það er ljóst að Sportback gerðin mun halda heildarstílstefnu hins venjulega bíls, með lokuðu grilli að framan ásamt pari af tvöföldum LED framljósum.

image

Audi Q6 e-tron Sportback - framan.

Framendi Q6 e-tron hefur sést við prófun áður, með minni feluliti, sem gefur okkar besta útlit á nýja rafbíla Audi. Gert er ráð fyrir að andstæðum litum á yfirbyggingu, og skarpar axlarlínur munu gefa Q6 e-tron áhrifameira útlit.

Gera má ráð fyrir að Q6 verði sambærilegur hvað ytri mál varðar og Q5 með brunahreyfli, en með lengra hjólhafi og auknu farþegarými sem nýi grunnur bílsins gerir mögulegt.

Að innan er líklegt að bíllinn taki upp nýja 11,6 tommu miðlæga snertiskjáinn sem notaður er í Q4 e-tron. Hins vegar gæti hönnunin verið önnur vegna nýja grunnsins og einnig til að aðgreina báðar gerðirnar hvað varðar verð og staðsetningu á markaði.

image

Sportjeppaútgáfa Q6 e-tron í vetrarprófunum.

PPE-grunninum sem er að finna undir Q6 e-tron verður deilt með næstu kynslóð Porsche Macan, sem á að koma á markað árið 2023 sem 100% rafbíll sem situr við hlið núverandi, bensínknúna Macan.

image

Audi Q6 e-tron sportjeppi - aftan.

PPE grunnurinn er þróun á J1-grunninum sem er að finna undir e-tron GT fjögurra dyra, sem og Porsche Taycan. Það þýðir að hann verður með 800 volta rafmagnsfyrirkomuleg, sem gerir ofurhraða DC hleðslu mögulega á allt að 350kW hraða.

Styttri hleðsla með hraðvirkasta mögulegu DC hraðhleðslutæki getur einnig bætt við 300 km drægni á aðeins 10 mínútum.

Það á eftir að koma í ljós hvaða stærð og gerð af rafhlöðupakka Audi mun nota í Q6 e-tron, en fyrirtækið segir að PPE grunnurinn sé fær um að ná meira en 700 km.

image

Audi Q6 e-tron sportback- að framan .

Q6 e-tron mun fara í framleiðslu í verksmiðju Audi í Ingolstadt á þessu ári, sem vörumerkið er að breyta í alrafmagnaða framleiðslulínu, fjarlægja núverandi búnað sem framleiðir A3 fjölskyldubíl vörumerkisins og setja í staðinn framleiðsluaðstöðu sem er aðlöguð að PPE-grunni rafbíla.

Í kjölfar Q6 e-tron staðfesti Audi að fyrsta „Project Artemis“ gerð þeirra muni koma á markað árið 2024.

Bíllinn mun miða á lúxusgeirann og vera í fararbroddi Audi þróunar framtíðar rafrænna ökutækjahönnunar, tækni og stýrikerfa.

(grein á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is