Nýr og sexý Renault Megane

Renault hefur nú kynnt uppfærðan Renault Megane. Þessi flotti millistæðarbíll sem aðallega hefur keppt við bíla eins og Ford Focus verður mun meira sexý en áður. Mýkri línur og það er eins og hönnuðir Renault hafi nú loks náða að klára hönnunina á fjórðu kynslóðinni.

image
image

RS-line inn, GT-line út

Uppfærður Renault Megane kemur nú í RS-line útfærslu sem kemur í stað GT-line bílsins. RS-line bíllinn verður flottari og með meiri búnaði en áður – LED ljós allan hringinn, bílastæðaskynjurum að framan og aftan ásamt öflugu leiðsögukerfi. Einnig verður nýjasta kerfi akstursaðstoðar í boði eins og akreinavarar og umferðamerkja lesarar.

RS-line bíllinn verður með stærri skjánum sem er 9.3 tommu snertiskjár sem við þekkjum úr núverandi kynslóð Renault Megane. Að auki hefur verið saumað við helling af smáatriðum sem gera þennan nýja Renault Megane enn skemmtilegri en áður.

image
image

Frakkar hafa farið sínar eigin leiðir í hönnun bíla. Hins vegar verður að telja þeim til hróss að þeir framleiða fallega bíla, með miklum og flottum staðalbúnaði og eru oft fyrstir með tækninýjungar á markað. Þeir þora.

Fullt af tækni

Stóra breytingin er hins vegar sú að nú kemur Renault Megane í E-Tech tengitvinnútgáfu. Sá bíll verður aðeins boðinn sem skutbíll. Hann verður með sömu vél og Renault Captur bíllinn sem er 1.6 lítra bensínvél sem mun vinna með tveimur rafmótorum og alveg nýrri tölvustýrðri kúplingslausri skiptingu sem Renault fullyrðir að bjóði topp afköstu og hnökralausa skiptingu.

image
image

Hagvæmur bíll

Nýi tengitvinn Megane bíllinn fer um 48 kílómetra á rafmagninu einu saman en hann er búinn 9.8 kWh 400V rafhlöðu. Rétt um 9.8 sekúndur í 100 km. hraða á klukkustund og aflið er um 158 hestöfl. CO2 á ekki að vera meiri en 30 gr. á km.

Allt digital

Að sjálfsögðu er boðið upp á meiri tækni. Nýjasta útgáfa af Easy Link margmiðlunarkerfinu sem kom með síðasta Clio og nýtt 10.2 tommu stafrænt mælaborð með upplýsingaskjá í miðju þar sem hægt er að fá upp meðal annars leiðsögukerfið.

image

Nýja RS gerðin verður boðin með 296 hestafla vél sem gefur 30nm auka tog ef bíllinn er tekinn með sjálfskiptingu. Núverandi grunngerð af RS bílnum mun detta úr framleiðslu en RS Trophy og RS Cup chassiss verða áfram á framleiðsluplaninu. Þú getur sérpantað þessa kraftköggla hjá Renault á Íslandi!

Stutt í bílana hér á landi

Að sögn Knúts Steins Kárasonar vörumerkjastjóra hjá Renault á Íslandi verða nýju útgáfurnar í boði mjög bráðlega hér á landi. Megane og Clio verða boðnir í RS-line útgáfu. Stutt er í að þessir nýju bílar mæti á svæðið en Clioinn verður einnig til í tvinnútgáfu (hybrid). Renault Megane PHEV (plug-in-hybrid) kemur svo til sölu hjá BL öðru hvoru megin við næstu áramót. Svo nú er bara að byrja að láta sér hlakka til.

image
image

Renault Megane RS í ham

Byggt á grein Autocar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is