Nýr Suzuki Jimny hugsanlega kynntur sem væntanlegur rafbíll

Suzuki hefur gefið okkur innsýn í alrafmagnaðan Jimny sem á að koma fyrir 2030

Núverandi Jimny er aðeins fáanlegur í Evrópu í sendibílsútgáfu (með sæti fyrir tvo) vegna þess að venjuleg útgáfa uppfyllir ekki reglur um losun útblásturs.

En aðdáendur þessi lipra Suzuki-jeppa eiga ekki að örvænta því nú berast okkur fréttir af því að hann sé væntanlegur sem rafbíll (samt örugglega ekki alveg sami bíllinn).

Auto Express var að segja frá því að þeir hafi séð frekar einfalda teikningu af bíl svipuðum Jimny í vöruáætlun Suzuki um bíla sem koma það sem eftir er áratugarins, þar á meðal fimm rafhlöðuknúna bíla sem ætlaðir eru til sölu í Evrópu.

Fyrsti Suzuki EV-bíllinn kemur til Evrópu árið 2024 og er ekki líklegt að hann verði hinn rafmagnaði Jimny.

image

Hins vegar var verið að kynna fimm dyra útgáfu af núverandi Jimny – ekki innan Evrópu þó, en á Indlandi og fleiri mörkuðum.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is