Nýr SsangYong Torres EVX rafbíll

SsangYong hefur sýnt okkur fyrstu myndir af nýjum litlum rafdrifnum „crossover“ sportjeppa

Væntanlegur Torres sportjeppi var fyrst sýndur á síðasta ári en nú hefur SsangYong opinberað rafknúnu EVX útgáfuna fyrir 2023.

Bíllinn verður frumsýndur opinberlega á Seoul Mobility Show 2023 þann 30. mars næstkomandi ásamt nokkrum hugmyndabílum.

Við höfum áður fjallað um Torres sportjeppann hér áður á Bílabloggi og þess vegna er ekki síður gaman að geta upplýst lesendur okkar nánar um framhaldið.

image

Áætlun SsangYong um að vera með stóra viðveru á stærstu bílasýningu Kóreu er ekki tilviljun.

image

Rafbíllinn Torres EVX lítur allt öðruvísi út en Torres með brunavél, þrátt fyrir að deila sama grunni og yfirbyggingu.

image

Inni í EVX eru fleiri breytingar - innrétting rafmagns Torres mjög frábrugðin gerðinni með 1,5 lítra túrbóvél.

Vídeó sem sýnir meira af þessum nýja Torres EVX

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is