Nýr rafknúinn Lexus sýndur fyrir komu árið 2022

    • Lexus hefur sýnt lauslega framtíðarrafbíl sem virðist líklegur til að taka hönnunarþætti frá LF-30 hugmyndabílnum

Skuggamyndin af framenda á bíl, sem fylgir með þessari frétt, er fyrsta innsýn okkar í fyrsta sérsniðna rafknúna farartæki Lexus - bíl sem ætti að koma á svipuðum tíma og  fyrsta gerð BZ-gerðar Toyota, nýrrar kynslóðar rafbíla.

image

Þetta er fyrsta innsýn í fyrsta sérsniðna rafknúna farartæki Lexus - bíl sem ætti að koma á svipuðum tíma og í fyrstu gerð BZ-gerðar Toyota.

Forsýnd í þessari skuggamynd virðist nýja gerðin nota framendann á LF-30, sem er framúrstefnulegur sýningarbíll sem opinberaður var á bílasýningunni í Tókýó í fyrra. Hann er með upplýst merki (sem næstum örugglega verður haft slökkt á evrópskum mörkuðum) og áberandi frambrún á vélarhlíf yfir því sem virðist vera sérstakt grilll.

image

Svona birtist hugmyndabíllinn Lexus LF-30 á bílasýningunni í Tokyó í fyrra.

Nýtt aldrifskerfi

Lexus vonar að háþróað nýtt fjórhjóladrifskerfi muni hjálpa til við að aðgreina rafknúna ökutækið þeirra frá þeim almennu vörumerki Toyota.

Nýja uppsetningin er kölluð DIRECT4 og notar mótor á hverjum öxli og er með háþróaðan tölvubúnað og hugbúnað sem getur skipt krafti og togi eftir því hvar þörfin á því er hverju sinni.

Bíllinn - sem er forsýndur sem hugmynd sem líklega kemur í ljós á fyrsta ársfjórðungi 2021 - verður byggður á e-TNGA, nýja EV pallinum sem Toyota þróaði í samvinnu við hið virta fyrirtæki á sviði fjórhjóladrifstækni, Subaru. Söludagur árið 2022 virðist líklegur fyrir framleiðslugerðina.

„En með rafvæðingu er kælingu vélarinnar útrýmt. Svo að búa til eitthvað nýtt með hönnun okkar, eitthvað sem aldrei hefur sést áður. Ég held að það sé tækifæri til að tjá einstaka hönnun okkar“.

(frétt á Auto Express – teikning frá Toyota)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is