Hyundai með fulla beygju á öllum hjólum

Hyundai Ioniq 5 með „e-corner“ getur snúið hjólunum  90 gráður

Frumgerðin sem kynnt var á CES getur líka snúist í 360 gráður, ekið á ská og snýst eins og lyftari

Hyundai Mobis, varahluta- og deild sjálfvirks aksturs hjá Hyundai, kynnti frekar magnaða hjólastýringu sem sett var á frumgerð Ioniq 5 á tæknisýningunni 2023 Consumer Electronics Show (CES) í Las Vegas á dögunum.

image

Hugmyndin var upphaflega kynnt árið 2018, en búnaðinum var komið fyrir í eitt stykki Ioniq 5 EV, og það er sannarlega áhrifamikið hverju Hyundai náði fram með frumgerðinni.

Kyninningamyndband sem sýnir þetta betur

Eins og sjá má í myndbandinur hér að ofan getur bíllinn snúið hjólunum í 90 gráður í sömu átt, sem gerir bílnum kleift að komast inn og út úr samhliða bílastæði mjög auðveldlega.

Skýringarmyndband frá Hyundai Mobis

En það er ekki allt, þar sem e-Corner kerfið getur í rauninni gert allar hreyfingar sem hægt er að hugsa sér.

Þú getur horft á báðar þessar gömlu fréttamyndir hér að neðan:

Fréttamyndin frá París 1927:

„Park-Car“-búnaðurinn frá því um 1930

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is