Polestar byggði sýningarsal úr snjó á heimskautsbaugnum

„Polestar Snow Space“ í Finnlandi býður gestum upp á reynsluakstur og heitt súkkulaði

Ef snjókarlinn „Frosty“ ætti að ákveða að skipta út kústskafti sínu fyrir nýjan bíl, þá er augljós staður til að fara til að prufukeyra einn slíkan: Polestar sýningarsalur úr snjó á heimskautsbaugnum.

image

„Snjóhúsið er tæplega 12 metrar á hæð og búið til úr 3.000 rúmmetrum af snjó.

Formlega kallaður „Polestar Snow Space“ í bænum Rovaniemi í Finnlandi, gæti þessi tæplega 12 metra hái teningur gæti verið fullkominn í þessu tilliti.

Alrafmagnaði Polestar 2 sem þarna er til sýnis er úr málmi, en nánast allt annað sem er til sýnis inni er byggt úr snjó og ís: skúlptúrar sem sýna hjól, fjöðrunarhluta og bremsur.

Polestar Space - það eru um 130 slík „rými“ um allan heim - bjóða gestum upp á reynsluakstur á snjóbraut.

image

Eftirmynd fjöðrunarbúnaðar – úr ís.

„Snjórýmið“, sem var smíðað með 3.000 rúmmetrum af snjó frá finnska skíðasvæðinu Ounasvaara, opnaði dyr sínar (jæja, þær opnast eiginlega ekki) 10. janúar.

Það er með 2ja metra þykka veggi úr snjó og tók um það bil 20 daga að byggja húsið.

Byggingaraðili setti upp sérstök mót fyrir veggina sem síðan voru fyllt af snjó sem þjappað var saman.

image

Martin Österberg, markaðsstjóri Polestar Finnlands, sagði: "Bærinni í Rovaniemi er þekktur fyrir frábæra hönnun sína.

(frétt á vef Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is