Askja frumsýnir EQS alrafmagnaðan sportjeppa

Fyrsti alrafmagnaði lúxusjeppinn í fullri stærð frá Mercedes-EQS.

Bílaumboðið Askja frumsýndi á fimmtudagskvöldið 12. janúar nýjan og glæsilegan rafmagnaðan EQS sportjeppa (SUV) frá Mercedes-EQS fyrir boðsgestum í aðalstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11.

image
image

Meðan gestir biðu þess að sjá bílana var boðið upp á margvíslegar veitingar, og strengjasveit lék undir á meðan þess var beðið að gestir gætu virt bílana fyrir sér.

image

Þau Sigríður Rakel Ólafsdóttir markaðsstjóri og Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju buðu gesti velkomna og fóru í stuttu máli yfir alla helstu kosti þessa nýja bíls áður en yfirbreiðslunum var svift af og gestir gátu virta bílana fyrir sér.

image

Og síðan kom að því að bílarnir komu í ljós.

image

Stóri skjárinn sem nær yfir alla breidd bílsins vakti mikla athygli

616 kom drægni á rafmagni

Við munum að sjálfsögu fjalla nánar um þennan nýja bíl þegar tækifæri gefst til að skoða hann nánar, en hér á eftir eru helstu kostir hans tíundaðir af hálfu Öskju:

EQS SUV setur ný viðmið fyrir rafmagnaðri framtíð í flokki lúxusjeppa með einstakri hönnun og glæsilegu innra rými.

Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið, góða veghæð og loftpúðafjöðrum sem skilar sér í framúrskarandi akstursgetu.

Til viðbótar við sjö sæti í nýjum EQS SUV er afturás með stýringu staðalbúnaður sem býður upp á ótrúlega lipurð í akstri.

Stafræn lýsing í hátæknivæddri framljósatækni bílsins varpar merkingum og viðvörunartáknum á veginn.

Allt að 616 km drægni og 1800 kg dráttargeta.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is