Uppfærður 2023 Mercedes G-Class sást á ferðinni

Hinn sérstæði Mercedes G-Class er tilbúinn fyrir endurnýjun en mun halda túrbó V8

G-Class (eða G-Wagen) er þriðja elsta nafnið í núverandi Mercedes-línu, á eftir SL og S-Class, svo andlitslyftingin á hinum gamalgróna jeppa sem hefur haldið fast í sitt gamla og góða útlit er ansi merkileg stund.

image

Núverandi kynslóð G-Class kom á markað árið 2018 og leysir af hólmi það sem var í raun 40 ára gamall bíll.

image

Einkennandi hönnun G 63 eru krómaðir hliðarútblástursstútar, sem eru á þessum prófunarbíl.

Gert er ráð fyrir að nýi bíllinn komi á næsta ári

Gert er ráð fyrir að nýr G-Class komi snemma árs 2023 og hann muni hafa fullt af keppinautum til að berjast gegn í formi nýja Land Rover Defender (bæði venjulegur og V8 gerðin), Range Rover, Audi RS Q8, Aston Martin DBX og Bentley Bentayga. Þetta er áður en þú lítur á nýja hópinn af kraftmiklum rafjeppum eins og Audi e-tron og BMW iX sem hafa möguleika á að höggva skarð í G-Class viðskiptavinahópinn.

image

Ekki er vitað á þessu stigi hvaða aðrar breytingar verða gerðar en ólíklegt er að þýska merkið muni endurhanna miðju mælaborðsins algjörlega til að hýsa stærri snertiskjá eins og er að finna í nýjasta S-Class, C-Class og SL Roadster, þar sem G -Glass notar sína eigin, sérsniðnu yfirbyggingu á grind í stað hins nýja MRA2 grunns sem notaður er af fólksbílum vörumerkisins.

image

Samkvæmt þessari frétt hjá Auto Express munu vélar fyrir breska markaðinn haldast við núverandi framboð af 3,0 lítra 400d dísilgerð með forþjöppu og 577 hestafla AMG-G 63 útgáfu, hugsanlega uppfærð til að innihalda 48 volta milda tvinnútgáfu af 4,0 lítra V8 túrbó AMG, eins og er í nýjasta E 63 ofurfólksbílnum.

image

EQG-hugmyndabíllinn.

Þessi uppfærsla a G-Class eins og við þekkjum hann gæti verið sú síðasta sinnar tegundar áður en rafmagnsútgáfa vörumerkisins kemur.

(grein á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is