Polestar 2 getur fengið 68 hestöfl í viðbót í þráðlausri uppfærslu

Polestar hefur tilkynnt að það hafi gefið út nýja afkastahugbúnaðaruppfærslu fyrir „Long range Dual Motor“ Polestar 2, sem bætir við 68 hestöflum og gefur þá samtals 476 hö.

image

Uppfærslan bætir einnig við 20,3 Nm til viðbótar af togi, til að gefa honum samtals 680 Nm.

Þar sem uppfærslan byggist á hugbúnaði er hægt að hlaða niður afköstum beint á Polestar 2 án þess að þurfa að heimsækja þjónustuverkstæðið.

Uppfærslan kostar sem svarar 168.750 krónum samkvæmt fréttum á vefsíðum.

(frétt á vefsíðum TorqueReport og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is