Er sama hvernig bíl með tvöfaldri kúplingu er ekið?

Margir kannast við að það er ekki gott að standa mikið á fótstiginu fyrir kúplinguna og gefa í um leið í beinskiptum/handskiptum bíl. Þá endist kúplingin ekki vel. Hún fer að hitna og getur brunnið á frekar fáum kílómetrum ef þetta er gert.

image

Kúplingskerfi í bifreið.

En hvað þá með bíla sem eru með tvöfaldri kúplingu? Það eru til tvær útfærslur, votar kúplingar (svipaðar kúplingum í sjálfskiptingum og eru notaðar með DSG gírkassanum í VW) og þurrar kúplingar (tveir kúplingsdiskar sem eru líkir hefðbundnum kúplingsdiskum og finnast m.a. í Suzuki og Hyundai bílum). Það eru þurru kúplingarnar sem við erum að tala um hér.

image

Gírstöng í beinskiptu ökutæki.

Svona áttu að aka slíkri bifreið:

Í stuttu máli sagt þá slíta kúplingarnar þegar hemlað er en tengja þegar gefið er inn. Ef bíllinn er í gangi og það er ekki stigið á fótstigin fyrir hemlana né inngjöfina á litlum hraða þá getur önnur kúplingin snuðað.

Reyndu að finna út hvort bíllinn þinn er með svona tvöfaldri kúplingu og aktu í samræmi við það. Þá munu þær endast vel.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is