Skoda Slavia: Scala Spider sportbíll hannaður af nemendum í skóla Skoda

    • Eitt einstakt opið afbrigði af fjölskylduhlaðbak verður afhjúpað síðar í þessum mánuði.

Nemendur frá „Skoda Vocational Academy“ eða hönnunarskóla fyrirtækisins eru að þróa opna „spider“-útgáfu af Scala, sem hefur verið nefnd Slavia til viðurkenningar á uppruna tékkneska vörumerkisins.

image

Stofnendur Skoda, þeir Václav Laurin og Václav Klement, hófu fyrst störf saman fyrir 125 árum, í reiðhjólaviðgerðum og seldu síðan reiðhjól undir Slavia nafni.

image

Þessi opna útgáfa fjölskyldubílsins verður opinberuð síðar í þessum mánuði og verður sjöundi hugmyndabíllinn sem framleiddur er af námsmönnum tékkneska fyrirtækisins. Fyrri bílar úr smiðju þeirra hafa verið pallbíll byggður á Kodiaq byggingu og blæjuútgáfa Karoq.

image

Scala Spider er þróaður af teymi 20 nemenda sem nú eru við þjálfun í höfuðstöðvum Skoda í Mlada Boleslav, með leiðsögn frá Oliver Stefani, yfirmanni hönnunar. Verkfræðingar Skoda eru að veita liðinu ráð meðan bíllinn er smíðaður.

image

Scala var hleypt af stokkunum síðla árs 2018 og er þetta í fyrsta skipti sem þessi bíll er notaður sem grunnur að verkefni námsmannabíla. Nemendunum er gefin hefðbundin útgáfa af bílnum og hönnunarfrelsi til að laga hann eins og þeir vilja. Eftir að hafa tekið ákvörðun um opna yfirbyggingu hefur hönnunarvinnan lagt áherslu á að gera línur bílsins meira áberandi til að bæta við „sjónræna virkni“.

image

Stefnt er að því að þessi fullunni Scala Spider muni koma í ljós í júní og það er enginn framleiðsluáætlun í gangi fyrir bílinn.

image

Fyrsti hugmyndabíll námsmannana var Citijet, tveggja sæta Citigo. Honum var fylgt eftir með Funstar (Fabia-byggður pallbíll), Atero (Rapid-Spaceback coupé), Rafmagnsbíllinn Element, byggður á Citigo, Sunroq (Karoq blæjubíll) og Mountiaq í fyrra.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is