Kia frumsýnir EV9 sportjeppann

Framúrskarandi hönnun og tæknilausnir Kia EV9 veita notendum óviðjafnanlega upplifun

(SEÚL) 29. mars / (FRANKFURT) 28. mars 2023 – Kia Corporation birti í dag allar upplýsingar um Kia EV9, fyrsta rafknúna SUV-bíl fyrirtækisins með þremur sætaröðum, bíl sem skilar ferskri hugsun, hönnun og tækni inn á markaðinn og er drifkraftur fyrir hraða umbreytingu vörumerkisins yfir í að einblína á sjálfbærar samgöngulausnir.

Þetta eru helstu þættirnir varðandui þennan nýja bíl frá Kia:

    • Byltingarkenndur rafbíll sem veitir notendum óviðjafnanlega upplifun með auknu rými og þægindum fyrir alla farþega
    • Með EV9 er Kia á fullri ferð í átt að sjálfbærni þar sem sjálfbær og lífræn efni stuðla að kolefnishlutleysi
    • Í GT-línunni af EV9 er kynntur til sögunnar akstur með aðstæðubundinni sjálfvirkni í flokki 3 með HDP-akstursaðstoð (Highway Driving Pilot)
    • Markgildi fyrir drægni við akstur í WLTP-prófunum er yfir 541 km á einni hleðslu; með 15 mínútna ofurhraðri 800 volta hleðslu næst fram 239 km drægni
    • Í gegnum Kia Connect Store geta viðskiptavinir fengið þráðlausar uppfærslur á búnaðinum í EV9, hvar og hvenær sem er
    • Með þráðlausri V2G-tækni (Vehicle-to-Grid)  er hægt að selja rafmagn aftur inn á raforkukerfið
    • EV9 hraðar umbreytingu Kia yfir í fyrirtæki sem einblínir á sjálfbærar samgöngulausnir

EV9 er byggður á hinum byltingarkennda E-GMP undirvagni (Electric Global Modular Platform) og veitir kraftmikil afköst og staðfest drægni yfir 541 km  samkvæmt WLTP-prófunum. Með ofurhraðri 800 volta hleðslugetu er hægt að fylla á EV9-rafhlöðuna með hleðslu sem nær 239 km drægni á um það bil 15 mínútum.

image

Á meðal fjölmargra tækninýjunga má nefna HDP-akstursaðstoðarkerfið (Highway Driving Pilot)  , en það er fáanlegt í GT-línu Kia EV9 og býður upp á akstur með aðstæðubundinni sjálfvirkni í flokki 3, á völdum markaðssvæðum.

Kia EV9 og GT-lína EV9 koma í sölu á völdum markaðssvæðum um allan heim á síðari hluta ársins.

Í dag frumsýndi Kia myndband með ítarlegum upplýsingum um EV9. Hægt er að skoða myndbandið á alþjóðlegri vörumerkjasíðu Kia EV9 á https://worldwide.kia.com/int/ev9.

image

Hönnun: óviðjafnanleg notendaupplifun fyrir nútímafjölskyldur

Með hönnunarstefnuna „Opposites United“ að leiðarljósi nær EV9 að endurhugsa rafbílinn þar sem náttúrulegir og nútímalegir efnisþættir ná einstöku jafnvægi. Í hönnun EV9 er einkar mikilvægur sá hluti hugmyndafræðinnar sem kallast „Bold for Nature“ og felst í að sameina þætti úr náttúrulegu og efnislegu umhverfi.

image

Sjálfbærni: ný viðmið fyrir ábyrgar samgöngur

Eindregin skuldbinding Kia um að verða leiðandi afl í sjálfbærum samgöngum og yfirlýst áætlun Kia um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2045 snýst ekki aðeins um að bjóða upp á rafbílaaflrásir með engum útblæstri. Það snýst einnig um sjálf byggingarefni bílsins og EV9 gengur enn lengra í notkun á vistvænum efnum sem setja ný viðmið í sjálfbærum samgöngum.

Rafræn aflrás: mikið úrval af samgöngulausnum með engum útblæstri

Í EV9 er boðið upp á mikið úrval rafrænna aflrása sem byggja á E-GMP undirvagninum og nýta sér fjórðu kynslóðar rafhlöðutæknina frá Kia. 76,1 kWh rafhlaða fylgir aðeins með Standard-útfærslu og afturhjóladrifi  en í bæði Long Range-útfærslu með afturhjóladrifi og aldrifi er að finna 99,8 kWh rafhlöðu.

Markdrægni í Long Range-útfærslunni með afturhjóladrifi og 19 tommu hjólbörðum er t.d. rúmlega 541 km samkvæmt WLTP-prófunum.

Með ofurhröðu 800 volta hleðslukerfi er hægt að fylla á rafhlöðu bílsins með hleðslu sem nær 239 km drægni á um það bil 15 mínútum .

image

Kia Connect Store: uppfærðu EV9 hvar og hvenær sem er

Fersk viðhorf Kia gagnvart því hvað fjölskyldubíll á að vera tryggja að viðskiptavinir geta valið búnaðinn í sinn EV9-bíl. Til viðbótar við staðalbúnaðinn í EV9 geta viðskiptavinir nýtt sér mikið úrval aukabúnaðar í Kia Connect Store til að halda EV9 ávallt uppfærðum með uppfærslum á stafrænum eiginleikum og þjónustu bílsins, án þess að þurfa að fara með bílinn til söluaðila.

image

Öryggi og þægindi: hönnun og útfærslur sem bæta akstursupplifun allra farþega

Einn af ótal viðbótareiginleikunum sem fylgja með ADAS-kerfunum í EV9 er fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð 2 (RSPA 2). Með þessari tækni getur EV9 lagt sjálfur í stæði án afskipta frá ökumanninum, sem setur aðgerðina í gang með Kia-snjalllyklinum, hvort sem hann er í bílnum eða ekki.

Alþjóðlegt slagorð Kia fyrir EV9: „Hreyfir við þér á nýjan hátt“

Kia ætlar að setja af stað fjölda alþjóðlegra herferða og kjarna þeirra er að finna í yfirlýsingunni „Hreyfir við þér á nýjan hátt“.

Ætlunin er að frumsýna EV9 með formlegum hætti á samgöngusýningunni í Seúl árið 2023.

Auk þess verður bíllinn til sýnis á alþjóðlegu bílasýningunni í New York í byrjun apríl.

(fréttatilkynning frá Kia / Öskju)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is