Minni rafdrifinn pallbíll frá Ram á leiðinni

Ram sýnir söluaðilum annan rafmagns pallbílinn sinn sem líkist 1500 Revolution EV hugmyndabílnum

Eftir að hafa opinberlega afhjúpað fyrsta rafknúna pallbílinn sinn fyrr á þessu ári, Ram 1500 REV, er Ram Trucks að vinna að öðrum millistærðar rafdrifnum pallbíl sínum.

Forstjóri Stellantis, Carlos Tavares, sagði að rafbíllinn myndi „gera betur en allir keppinautar“ hvað varðar drátt, drægni, hleðslu og hleðslutíma.

Eftir jákvæð viðbrögð við hugmyndabílnum sýndi Ram fyrsta rafmagns pallbílinn sinn sem á að keppa á móti Ford F-150 Lightning og Rivian R1T, 2025 pallbílinn Ram 1500 REV, í framleiðsluformi á Super Bowl í febrúar.

image

Ram 1500 rafmagns pallbíll hugmynd (Mynd: Stellantis)

Samkvæmt frétt frá Automotive News segir einn söluaðili að hönnunin sé svipuð 1500 Revolution hugmyndabílnum sem sýnd var í janúar, ólíkt framleiðsluútgáfu fyrsta pallbílsins.

Þetta er framtíðin!

Einn söluaðilanna sem var við kynninguna, Randy Dye hafði eitthvað aðeins hefðbundnara í huga fyrir hugsanlegan Ram millistærðar pallbíl, en snemma hugmynd sem hann sá í vikunni fór fram úr væntingum hans.

Stellantis sýndi einnig Dodge Durango hugmynd

Stellantis afhjúpaði líka Dodge Durango hugmynd sem Dye sagði að væri verulega frábrugðin núverandi kynslóð, sem hefur verið á ferðinni síðan 2011 árgerðin kom á markað.

(fréttir á vef electrec og Automotive News í Bandaríkjunum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is