Maxus eT90 rafknúni pallbíllinn er kominn

Maxus eT90 er fyrsti rafknúni pallbíllinn í Evrópu og hægt að skoða hann hjá Vatt í Skeifunni

Við sögðum frá því á dögunum að Vatt, dótturfyrirtæki Suzuki bíla, væri að fara að taka heim nýjustu viðbótina í framboðið hjá þeim, nýja rafdrifna pallbílinn frá Maxus – eT90.

image

Maxus T90 EV er stór, rafknúinn fimm sæta pallbíll með kraftalegu útliti og ríkulega búinn. Hann kemur með 88,5 kWst rafhlöðu og akstursdrægið er 330 km (WLTP í blönduðum akstri).

BÚNAÐUR OG ÖRYGGI

Maxus T90 EV er einkar vel búinn bíll. Farþegarýmið er plássmikið og nútímalegt.

image

Aflið er gefið upp 204 hö og hámarkstog er 310 NM. Grif er á afturhjólum

RAFHLAÐA OG HLEÐSLA

Maxus T90 EV kemur með 88,5 kWst rafhlöðu.

image

AKSTURSDRÆGI OG ORKUNOTKUN

Uppgefið akstursdrægi Maxus T90 EV er 330 km* (WLTP í blönduðum akstri). Þar sem T90 EV er gerðarviðurkenndur sem atvinnubíll fer WLTP prófunin fram með þungum farmi.

ÁBYRGÐ

Maxus T90 EV fylgir ábyrgð til 5 ára/100.000 km og ábyrgð á rafhlöðu til 8 ára/200.000 km.

image

VERÐ

T90 EV pallbíll 88.kwh Kynningaverð: verð án vask: 9.048.837 – Verð með VSK: 9.900.000

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is