Citroën ë-C4 X frumsýndur

Töfrateppið Citroën ë-c4 x frumsýndur hjá Brimborg laugardaginn 18. mars – 100% rafbíll með þægindi í fyrirrúmi

Glænýr, silkimjúkur, Citroën ë-C4 X 100% rafbíll með allt að 360 km drægni er nú á leiðinni til landsins og mun Brimborg bjóða hann í fjórum ríkulega búnum útfærslum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Frumsýndur 18. mars hjá Brimborg í Reykjavík.

Þægindi í hæsta gæðaflokki og öðruvísi hönnun

100% rafbíllinn Citroën ë-C4 X er einkar glæsilegur nýr bíll sem býður upp á þægindi í hæsta gæðaflokki.

image

Svalur orkubolti með 360 km drægni

Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 X 100% rafbíl með allt að 360 km drægni á hreinu rafmagni.

Kósý alla leið

Citroën ë-C4 X er einstaklega rúmgóður og býður upp á afslappaðan akstur fyrir fjölskylduna.

Byltingarkennd fjöðrun og þægindi í hæsta flokki

Citroën bílar hafa löngum verið þekktir fyrir þægindin og er Citroën ë-C4 X rafbíll þar engin undantekning. Innréttingin er notendavæn og ríkulegur staðalbúnaður prýðir Citroën ë-C4 X.

image

Snjallmiðstöð og fjarstýrð forhitun tryggir heitan bíl þegar hentar

Citroën ë-C4 X rafbíll er með snjallmiðstöð með tímastillingu sem tryggir ávallt heitan bíl og losar notandann við að skafa á köldum vetrardögum.

Sjálfvirk hemlun eykur drægni

Hægt er að stilla Citroën ë-C4 X á sjálfvirka hemlum með því að ýta á einn takka og þá hemlar bíllinn alltaf sjálfkrafa um leið og fóturinn er tekinn af inngjöfinni.

Hagkvæmt að keyra um á umhverfisvænum íslenskum orkugjafa

Hagkvæmt er að taka þátt í orkuskiptunum og um leið að njóta allra þeirra þæginda sem rafbílar veita með snöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og vernda um leið umhverfið með umhverfisvænum, íslenskum orkugjafa.

Örugg gæði Citroën staðfest með lengri ábyrgð hjá Brimborg

Örugg gæði Citroën ë-C4 X 100% rafbíls eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni.

Hægt að skoða bíla á leið til landsins í Vefsýningarsal Brimborgar

Í Vefsýningarsal Brimborgar er að finna Citroën ë-C4 X rafbíla sem eru væntanlegir til landsins innan skamms og geta kaupendur skoðað glæsilega, nýja Citroën ë-C4 X með byltingakenndri fjöðrun og þægindum í hæsta gæðaflokki.

(fréttatilkynning frá Brimborg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is