Geely kynnir Galaxy sem vörumerki fyrir rafknúin farartæki

Geely Automobile Holdings er að kynna nýtt vörumerki fyrir tengitvinnbíla og rafbíla.

Galaxy mun afhjúpa 7 nýja bíla á tveimur árum

Enn fjölgar vörumerkjunum í heim rafbíla og núna er að Geely, sem er með fjölda vörumerkja undir sínum hattti, merki á borð við Volvo Car Group með Volvo og Polestar, Lotus Group, Smart Automobile, Zeekr svo aðeins nokkur fyrirtæki er nefnd, var að kynna enn eitt nýtt fyrirtæki, sem þeir kalla Galaxy og á að einbeita sér að nýjum rafbílum.

Með þessu er Geely Automobile Holdings, sem leitast við að auka viðveru sína á blómstrandi rafknúnum bílamarkaði í Kína, að kynna þetta nýja vörumerki fyrir tengiltvinnbíla og rafbíla.

Galaxy vörumerkið mun setja á markað sjö gerðir, þar á meðal fjóra tengiltvinnbíla og þrjá rafbíla innan tveggja ára, sagði kínverski einkabílaframleiðandinn.

image

L7 tengitvinn-crossover er fyrsta vara Galaxy.

Þriðja varan með Galaxy merki er E8, fullur rafknúinn fólksbíll. E8 afhendingar eiga að hefjast á fjórða ársfjórðungi, sagði Geely, án þess að gefa upp frekari upplýsingar um vöruna.

image

Geely Galaxy L7 PHEV sportjeppi (vinstri) og Geely Galaxy Light concept EV (hægri). Geely Auto kynnti nýja Galaxy seríu sína 23. febrúar í Hangzhou, með fyrstu gerð Geely Galaxy L7 sportjeppa.

Geely afhjúpaði einnig nýtt merki fyrir Galaxy röðina og frumgerð af Galaxy Light Coupe pure EV. Nýja serían mun einbeita sér að hágæða langdrægum tvinnbílum og hreinum rafbílum

image

Lógó Galaxy

Geely selur nú rafbíla undir fjöldamarkaðsmerkinu Geometry og úrvalsmerki, Zeekr.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is